Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 165. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 356  —  165. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun,
með síðari breytingum (heimild til sameiningar).

(Eftir 2. umræðu, 12. desember.)


1. gr.


    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Heimilt er að sameina Þeistareyki ehf. og Landsvirkjun með þeim hætti að Landsvirkjun taki yfir allar eignir, skuldir, réttindi, skuldbindingar og rekstur Þeistareykja ehf. frá og með 1. júlí 2013.
    Ákvæði XIV. kafla laga um einkahlutafélög gilda um sameininguna að því marki sem við á. Þrátt fyrir skilyrði 51. og 54. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gildir ákvæðið um sameiningu Þeistareykja ehf. og Landsvirkjunar þannig að samruninn hafi ekki í för með sér skattskyldu, hvorki fyrir Þeistareyki ehf. né Landsvirkjun.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.