Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 374  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014.

Frá Höskuldi Þórhallssyni.


    Við 6. gr. Nýir liðir:
    7.8    Að heimila Isavia ohf. að undirbúa svæði norðan Akureyrarflugvallar sem tilgreint er á deiliskipulagi sem væntanlegt flughlað undir móttöku 200.000 rúmmetra af efni úr Vaðlaheiðargöngum og verja til þess allt að 30 m.kr.
    7.9    Að ganga til samninga við Vaðlaheiðargöng hf. um flutning á 200.000 rúmmetrum af efni úr Vaðlaheiðargöngum á væntanlegt flughlaðssvæði við Akureyrarflugvöll og verja til þess allt að 220 m.kr.