Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 242. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 377  —  242. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kirkjujarðir o.fl.


Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvaða jarðir voru það sem ríkið fékk formlega eignarheimildir yfir skv. 1. gr. samkomulags íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997?
     2.      Hverjar jarðanna voru þinglýst eign þjóðkirkjunnar?
     3.      Hvert var þá metið verðmæti þeirra jarða sem gengu til ríkisins samkvæmt samkomulaginu?
     4.      Hafa einhverjar þessara jarða verið seldar og ef svo er, hvaða jarðir eru það? Óskað er eftir að í svarinu komi fram söludagur og söluverð jarðanna, bæði að þávirði og núvirði.
     5.      Hvert er heildarfasteignamat þeirra jarða sem enn eru í eigu ríkisins?
     6.      Hvaða tekjur hefur ríkið haft af umræddum jörðum frá yfirfærslu þeirra til ríkisins?
     7.      Hvaða kostnað hefur ríkið borið af jörðunum frá yfirfærslunni?
     8.      Hverjar hafa verið heildargreiðslur ríkisins á grundvelli 2. og 3. gr samkomulagsins, sundurliðað eftir árum?
     9.      Af hverju gerði fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis í kostnaðarumsögn sinni um frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem varð að lögum nr. 78/ 1997, engar athugasemdir við það að í samkomulaginu væru eignirnar hvorki tilgreindar nákvæmlega né gefnar upplýsingar um þær úr fasteignaskrá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bar þó að miða við, sbr. 15. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 94/1976?


Skriflegt svar óskast.