Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 243. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 378  —  243. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um sóknargjöld.


Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hverjar hafa frá setningu laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, verið árlegar greiðslur sóknargjalda og annarra gjalda til eftirtalinna:
                  a.      safnaða þjóðkirkjunnar,
                  b.      skráðra trúfélaga,
                  c.      Háskóla Íslands,
                  d.      Jöfnunarsjóðs sókna?
     2.      Hvert hefur gjaldið verið fyrir hvern einstakling á sama tíma?
     3.      Hver var fjárhæð meðaltekjuskattsstofns einstaklinga á öllu landinu, sem vísað er til í 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um sóknargjöld o.fl., sundurliðað á hvert ár frá setningu laganna?
     4.      Hver hefði mánaðarleg upphæð greiddra sóknargjalda verið á hvern einstakling árin 2002–2013 ef ákvæði til bráðabirgða I–V í lögum um sóknargjöld o.fl. hefðu ekki verið sett, sundurliðað á hvert almanaksár?
     5.      Hverjar hafa árlegar heildargreiðslur til þjóðkirkjunnar verið árin 2002–2013 og hvernig skiptast þær?


Skriflegt svar óskast.