Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 2. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 387  —  2. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (tekjuskattur einstaklinga, virðisaukaskattur, launatengd gjöld og skattar á fjármálafyrirtæki).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar
(FSigurj, PHB, WÞÞ, LínS, RR, VilB).


     1.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. reiknast 22,86% tekjuskattur af tekjuskattsstofni við álagningu 2015.
     2.      A-liður 14. gr. orðist svo: Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skattskylda þessi tekur einnig til aðila sem sætir slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, þ.m.t. lögaðila sem héraðsdómur hefur úrskurðað að skuli tekinn til gjaldþrotaskipta.
     3.      Á eftir 14. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „skv. 2. gr.“ í 1. mgr. kemur: skv. 2. gr. umfram 50 milljarða kr.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Skattstofn aðila sem fellur undir 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. er samtala viðurkenndra krafna umfram 50 milljarða kr. í bú hans í lok ársins á undan álagningarári.
     4.      Í stað hlutfallstölunnar „0,145%“ í 15. gr. komi: 0,151%.
     5.      16. gr. orðist svo:
                  Við lögin bætist ný grein, 6. gr. a, svohljóðandi:
                  Skattkrafa á grundvelli laga þessara skal njóta rétthæðar skv. 3. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., við slitameðferð eða gjaldþrotaskipti sama aðila.
     6.      Í stað hlutfallstölunnar „4,5%“ í 17. gr. komi: 5,5%.
     7.      Á eftir 17. gr. komi fjórir nýir kaflar, VII. kafli, Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 20. gr., VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, með þremur nýjum greinum, 21.–23. gr., IX. kafli, Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, með tveimur nýjum greinum, 24. og 25. gr., og X. kafli, Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 26. gr., svohljóðandi:
                  a.      (20. gr.)
                     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 1. mgr. 9. gr. skal innheimtuhlutfall í staðgreiðslu 2014 á tekjur á mánuði vera 22,86% að viðbættu útsvari hjá þeim launamönnum sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt.
                  b.      (21. gr.)
                     Í stað orðsins „2014“ í ákvæði til bráðabirgða XII í lögunum kemur: 2015.
                  c.      (22. gr.)
                     Í stað orðanna „30. desember 2010“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum kemur: 23. desember 2013; og í stað orðsins „2011“ í sama ákvæði kemur: 2014.
                  d.      (23. gr.)
                     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á árinu 2014 nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.
                     Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. c-liðar 1. mgr. 8. gr. a skal hlutdeild Jöfnunarsjóðs í útsvarstekjum sveitarfélaga af álagningarstofni útsvars á árinu 2014 nema 0,99% til jöfnunar vegna málefna fatlaðra.
                  e.      (24. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
                      a.      Í stað orðanna „1. janúar 2013 til 1. janúar 2014“ í 1. mgr. kemur: 1. janúar 2014 til 1. janúar 2015.
                      b.      Í stað orðanna „1. janúar 2013“ og „6.250.000 kr.“ í 2. og 3. mgr. kemur: 1. janúar 2014; og: 9.000.000 kr.
        f.          (25. gr.)
                     Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2014“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. janúar 2015.
        g.     (26. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
                      a.      Í stað „8.200 kr.“ í a-lið 1. tölul. kemur: 10.250 kr.
                      b.      Í stað „16.200 kr.“ í b-lið 1. tölul. kemur: 20.250 kr.
                      c.      Í stað „4.100 kr.“ í c-lið 1. tölul. kemur: 5.150 kr.
                      d.      Í stað „3.100 kr.“ í a-lið 2. tölul. kemur: 4.650 kr.
                      e.      Í stað „6.100 kr.“ í b-lið 2. tölul. kemur: 9.150 kr.
                      f.      Í stað „1.550 kr.“ í c-lið 2. tölul. kemur: 2.350 kr.
     8.      18. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
              a.      1., 2. og 11. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014 og við staðgreiðslu opinberra gjalda á því ári eftir því sem við á.
              b.      3., 4., 5., 7.–9., 12. og 20.–23. gr. öðlast þegar gildi.
              c.      6., 10., 13., 14., 19. og 24.–26. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014.
              d.      15.–18. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2014 vegna tekjuársins 2013 og skulda í lok þess árs.