Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 2. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 395  —  2. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (tekjuskattur einstaklinga, virðisaukaskattur, launatengd gjöld og skattar á fjármálafyrirtæki).


Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SJS).     1.      A- og b-liður 1. gr. falli brott.
     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXXIII í lögunum:
              a.      Í stað orðanna „2009, 2010 og 2011 skal við álagningu 2010, 2011, 2012 og 2013“ í 1. málsl. kemur: 2009, 2010, 2011 og 2012 skal við álagningu 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014.
              b.      Á eftir a-lið kemur nýr stafliður, svohljóðandi: Frá fasteignum, sbr. 73. gr., sem teljast íbúðarhúsnæði til eigin nota manna sem er skylt að greiða auðlegðarskatt skal draga 30.000.000 kr. í tilviki skattskylds einstaklings en 40.000.000 kr. samanlagt í tilviki skattskyldra hjóna.
              c.      Í stað orðanna „2011, 2012 og 2013“ í 2. mgr. b-liðar 1. mgr. kemur: 2011, 2012, 2013 og 2014.
              d.      Fyrri málsliður c-liðar orðast svo: Auðlegðarskattsstofn er þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og c-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda og frímark íbúðarhúsnæðis til eigin nota svo sem þau hafa verið ákvörðuð í samræmi við fyrrnefnd ákvæði a- og c-liðar.
              e.      Í stað tilvísunarinnar „h-lið“ í e- og i-lið og „h-liðar“ í g-lið kemur, í viðeigandi falli: i-lið.
              f.      4. málsl. h-liðar orðast svo: Auðlegðarskattsstofn vegna áranna 2009, 2010, 2011 og 2012 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012, 2013 og 2014 með tilliti til viðbótareignar skv. c-lið.
              g.      Í stað orðanna „2011, 2012 og 2013“ í 5. málsl. h-liðar kemur: 2011, 2012, 2013 og 2014.
     3.      5. gr. orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
              a.      2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
              b.      Við 12. tölul. 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um barnableiur og laust bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0011.
              c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal virðisaukaskattur af útleigu hótel- og gistiherbergja og annarri gistiþjónustu vera 14%.
     4.      Í stað „0,65%“ í 10. gr. kemur: 0,75%.
     5.      Í stað „6,04%“ b-lið 11. gr. kemur: 5,94%.
     6.      C-liður 18. gr. orðist svo: 5., 9., 12., 13. og 17. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014, nema c-liður 5. gr. sem öðlast gildi 1. mars 2014.