Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 409  —  178. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur.



Frá minni hluta atvinnuveganefndar (LRM).



     1.      7. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016. Þó öðlast 8. gr. þegar gildi.
                  Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, með síðari breytingum.
     2.      Við bætist ný grein, svohljóðandi:
                  Eftirfarandi breyting verður á raforkulögum, nr. 65/2003: Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2014“ í ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: 1. janúar 2016.

Greinargerð.

    Lagt er til að því verði frestað til 1. janúar 2016 að 2.–4. málsl. 1. mgr. 14. gr. raforkulaga komi til framkvæmda. Jafnframt er lagt til að frumvarpið öðlist gildi á sama tíma.