Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 204. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 418  —  204. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (afleiðuviðskipti, vatnsveitur og fráveitur, arðsúthlutun til eigenda félaga, millilandasamruni, milliverðlagning, sérstakur fjársýsluskattur, eindagi).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (FSigurj, PHB,
WÞÞ, GStein, LínS, RR, VilB).


     1.      Í stað orðanna „tekjur af afleiðusamningum, þó ekki vaxtaskiptasamningum“ í 1. gr. komi: tekjur af afleiðusamningum hér á landi.
     2.      3. gr. falli brott.
     3.      Orðin „þó ekki vaxtaskiptasamninga“ í 5. gr. falli brott.
     4.      Orðin „öðrum en vaxtaskiptasamningum“ í 6. gr. falli brott.
     5.      Orðin „sem eru seldir á skipulegum verðbréfamarkaði þar sem undirliggjandi verðmæti eru eingöngu hlutabréf“ í 7. gr. falli brott.
     6.      Orðin „sem eru seldir á skipulegum verðbréfamarkaði þar sem undirliggjandi verðmæti eru eingöngu hlutabréf“ í 8. gr. falli brott.
     7.      Í stað orðsins „yfirtökufélag“ 1. málsl. 10. gr. komi: yfirtökufélag skv. 2. mgr. 51. gr.
     8.      Eftirfarandi breytingar verði á 3. mgr. a-liðar 11. gr.:
                  a.      Í stað orðanna „er hann skjölunarskyldur“ í 1. málsl. komi: er hann skjölunarskyldur frá og með næsta reikningsári.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögaðili skal bregðast við beiðni skattyfirvalda um aðgang að skjölunarskyldum gögnum eigi síðar en 45 dögum eftir að beiðnin kom fram.
     9.      12. gr. orðist svo:
                      2. og 3. málsl. 4. mgr. 58. gr. laganna orðast svo:
                      Maður telst hafa ráðandi stöðu í þessu sambandi ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum eða starfandi hluthöfum á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila enda eigi hver um sig a.m.k. 5% hlut í þeim lögaðila.