Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 161. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 433  —  161. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu
til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.

(Eftir 2. umræðu, 19. desember.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt,
nr. 100/1952, með síðari breytingum.

1. gr.

    Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, orðsins „ráðuneytisins“ tvívegis í 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, orðsins „ráðuneytinu“ í 3. gr., 4. gr., 5. tölul. 9. gr., C-lið 14. gr., og 1. mgr. 16. gr. og orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 7. gr., tvívegis í 2. mgr. 7. gr., 1. mgr. 10. gr., 1. og 3. mgr. 12. gr., tvívegis í 1. mgr. 13. gr., 4. tölul. B-liðar 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Útlendingastofnun.

2. gr.

    2. gr. a laganna orðast svo:
    Barn, undir 12 ára aldri, sem ættleitt er af íslenskum ríkisborgara, öðlast íslenskt ríkisfang við ættleiðinguna ef:
     a.      ættleiðingarleyfi er gefið út hér á landi,
     b.      ættleiðingarleyfi er gefið út erlendis og íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að það gildi hér á landi samkvæmt lögum um ættleiðingar.
    Ættleiði íslenskur ríkisborgari, sem búsettur er erlendis, barn undir 12 ára aldri, með erlendri ákvörðun sem íslensk stjórnvöld viðurkenna, öðlast það íslenskt ríkisfang við staðfestingu Útlendingastofnunar að ósk ættleiðanda.

3. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skal Útlendingastofnun fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Enn fremur skal Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina.

4. gr.

    Orðin „og Útlendingastofnunar“ í 1. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
    Skilyrði 1. mgr. miðast við fasta búsetu hér á landi þegar umsókn er lögð fram og þegar ákvörðun er tekin. Enn fremur skal föst búseta vera samfelld og dvöl hér á landi lögleg síðustu ár áður en umsókn er lögð fram. Með fastri búsetu er átt við lögheimili samkvæmt lögum um lögheimili. Heimilt er að víkja frá þessum skilyrðum hafi dvöl umsækjanda hér verið rofin allt að einu ári vegna tímabundinnar atvinnu erlendis eða af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem vegna veikinda nákomins ættingja, en þó allt að þremur árum vegna náms erlendis. Sá tími, sem umsækjandi hefur átt hér lögheimili og dvöl, verður þó að vera að minnsta kosti jafnlangur þeim tíma sem hann verður að uppfylla skv. 1. mgr.

6. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Skjóta má ákvörðun um þetta efni til ráðuneytisins.

7. gr.

    Á eftir 16. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
    Ákvarðanir Útlendingastofnunar samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til ráðuneytis.

II. KAFLI
Breyting á lögum um opinberar fjársafnanir, nr. 5/1977, með síðari breytingum.
8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. málsl. kemur: sýslumanns.
     b.      Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveiting verði á hendi eins sýslumanns.

9. gr.

    Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 2. mgr. 5. gr. og orðsins „ráðuneytið“ í 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

10. gr.

    Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi, og breytist númeraröð annarra greina samkvæmt því:
    Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til ráðuneytis.

III. KAFLI
Breyting á lögum um fullnustu refsinga, nr. 49/2005, með síðari breytingum.
11. gr.

    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. 5. gr. laganna kemur: Forstjóri fangelsismálastofnunar.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. laganna:
     a.      2. mgr. orðast svo:
                  Nefndin tekur rökstudda ákvörðun um afgreiðslu erinda sem til ráðherra er skotið vegna ákvörðunar fangelsismálastofnunar um samfélagsþjónustu og reynslulausn. Nefndin skal láta ráðherra í té rökstudda tillögu um afgreiðslu náðunarbeiðna.
     b.      Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Náðunarnefnd er heimilt að afla upplýsinga frá heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum til staðfestingar á fyrirliggjandi vottorðum sem og að afla nýrra gagna um heilsufar náðunarbeiðanda eða kæranda ef beiðni um náðun eða kæra er byggð á heilsufarsástæðum. Nefndinni er einnig heimilt að krefjast þess að náðunarbeiðandi eða kærandi leggi fram gögn sem hann hefur sjálfur aflað um heilsufar sitt.
                  Málsmeðferð fyrir nefndinni er skrifleg en henni er heimilt að kalla náðunarbeiðanda til viðtals hjá nefndinni. Sama gildir ekki um kæranda.
                  Hver sem þekkir til dómþola vegna starfs síns eða ættartengsla getur sótt um náðun fyrir hönd dómþola. Sama gildir ekki um kæranda en um hann gilda almennar reglur stjórnsýslulaga um aðild.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, o.fl., nr. 69/1963, með síðari breytingum.
13. gr.

    Í stað orðanna „almennra hegningarlaga“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: laga um fullnustu refsinga.

14. gr.

    Lokamálsliður 20. gr. laganna orðast svo: Ráðherra er heimilt að fela lögreglustjóra, Fangelsismálastofnun ríkisins eða öðrum aðila á landsvísu að ákveða hvort verða skuli við tilmælum skv. 1., 3., 7. og 13. gr., 2. mgr. 14. gr. og 19. gr.

15. gr.

    1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo:
    Ákvörðun um að maður skuli taka út fangelsisrefsingu eða sæta umsjón hér á landi samkvæmt lögum þessum er endanleg og verður ekki kærð til ráðherra. Hægt er að bera lögmæti ákvörðunarinnar undir dómstóla og skal þá fara eftir reglum laga um meðferð sakamála.

16. gr.

    Síðari málsliður 26. gr. laganna orðast svo: Ráðherra er heimilt að fela lögreglustjóra, Fangelsismálastofnun ríkisins eða öðrum aðila á landsvísu að bera fram tilmæli eftir ákvæðum 2., 5., 11., 17. og 19. gr.

V. KAFLI
Breyting á lögum um lögmenn, nr. 77/1998, með síðari breytingum.
17. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 8. gr., 2. mgr. og 1. og 2. málsl. 3. mgr. 9. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 10. gr., 1. og 2. málsl. 3. mgr. og 1. og 2. málsl. 4. mgr. 13. gr., 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 14. gr., 1. mgr. 15. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. og orðsins „ráðuneytisins“ í 6. mgr. 12. gr., 3. málsl. 1. mgr. 14. gr. og 1. og 2. mgr. 15. gr. og orðanna „Í ráðuneytinu“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

18. gr.

    Við 29. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ráðherra er heimilt að ákveða að þau verkefni sem sýslumönnum eru falin í lögum þessum verði á hendi eins sýslumanns. Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til ráðuneytis.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög,
nr. 108/1999, með síðari breytingum.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Ráðuneytið“ tvívegis kemur: Sýslumaður.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ráðherra er heimilt að ákveða að skráning trúfélaga og lífsskoðunarfélaga skv. 1. mgr. verði á hendi eins sýslumanns.
                  Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til ráðuneytis.

20. gr.

    Í stað orðsins „ráðuneytinu“ í 1. og 3. mgr. 4. gr., 1. og 2. mgr. 5. gr., 2. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. og orðsins „ráðuneytið“ í 2. mgr. 4. gr., 1. og 3. mgr. 6. gr. og 3. mgr., tvívegis í 4. mgr., 5. og 6. mgr. 7. gr. og orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

VII. KAFLI
     Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu,
nr. 36/1993, með síðari breytingum.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 1. mgr. kemur: sýslumaður.
     b.      Í stað orðanna „Ráðherra getur heimilað, samkvæmt nánari reglum er hann setur“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: Sýslumaður getur heimilað.
     c.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns fer samkvæmt reglugerð settri með heimild í 1. mgr. 50. gr.
     d.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ráðherra er heimilt að ákveða að leyfi til dreifingar ösku látins manns skv. 4. mgr. verði á hendi eins sýslumanns.
                  Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt þessari lagagrein eru kæranlegar til ráðuneytis.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „ráðuneytinu“ og „ráðuneytisins“ kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ráðherra er heimilt að ákveða að ákvarðanir skv. 1. mgr. verði á hendi eins sýslumanns.
                  Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt þessari lagagrein eru kæranlegar til ráðuneytis.

VIII. KAFLI
Breyting á erfðalögum, nr. 8/1962, með síðari breytingum.
23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 1. mgr. og í stað orðsins „Ráðherra“ tvívegis í 2. mgr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ráðherra er heimilt að ákveða að ákvarðanir skv. 1. og 2. mgr. verði á hendi eins sýslumanns.
                  Ákvörðun sýslumanns um kvaðabindingu arfs og niðurfellingu á kvöð á arfi er kæranleg til ráðuneytisins innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns.

IX. KAFLI
Breyting á lögræðislögum, nr. 71/1997, með síðari breytingum.
24. gr.
    

    82. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Gerðabækur og málaskrá yfirlögráðenda.

    1. Yfirlögráðendur halda gerðabækur sem hafa að geyma ákvarðanir þeirra samkvæmt lögum þessum.
    2. Yfirlögráðendum ber að halda málaskrá yfir mál sín samkvæmt lögum þessum. Ráðuneytið getur heimilað að yfirlögráðendur haldi eina miðlæga málaskrá.
    3. Ráðuneytið getur falið yfirlögráðendum að halda skrár þær sem tilgreindar eru í 6. mgr. 14. gr., 3. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 57. gr. sem hluta af málaskrá skv. 2. mgr.
    4. Ráðuneytinu er heimilt með reglugerð að setja nánari reglur um færslur yfirlögráðenda í gerðabækur og málaskrá og aðgang að skránni m.a. til handa ráðuneytinu og dómurum við rannsókn mála til sviptingar lögræðis.

25. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014. Þó öðlast 2.–4. mgr. 24. gr. gildi 1. júní 2014.

26. gr.

Breyting á öðrum lögum.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
     1.      Lög um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum:
                  a.      Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: sýslumanns.
                  b.      Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Útlendingastofnunar.
     2.      Lög um mannanöfn, nr. 45/1996, með síðari breytingum: Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: sýslumanns.
     3.      Hjúskaparlög, nr. 31/1993, með síðari breytingum:
                  a.      Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. og 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: sýslumanns.
                  b.      2. mgr. 26. gr. laganna orðast svo:
                      Nú annast einstaklingur skv. 1.–3. mgr. 17. gr. hjónavígslu og gilda þá framangreindar reglur um þá vígslu, en heimilt er að öðru leyti að viðhafa þá helgisiði eða framgöngu er reglur eða venjur trúfélags eða lífsskoðunarfélags segja til um.