Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 3. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 444  —  3. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014
(verðlagsbreytingar o.fl.).

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


    XII. kafli, 22. gr. falli brott.


Greinargerð.

    Veruleg hækkun skráningargjalda í opinberum háskólum, úr 60 í 75 þús. kr., á samkvæmt ákvörðun stjórnarflokkanna í hverfandi mæli að koma háskólunum til góða. Þess í stað eru fjárveitingar til þeirra skornar niður á móti um langleiðina sömu fjárhæð. Með því eru skráningargjöldin og þar með nemendur í reynd orðnir að sérstökum skattstofni og er það óásættanlegt að mati þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Því er lagt til að hækkunin gangi til baka og háskólunum verði bætt það tekjutap með öðru móti.