Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 3. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 446  —  3. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (verðlagsbreytingar o.fl.).


Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar
(FSigurj, PHB, SPJ, LínS, RR, BN).


     1.      Á undan 16. gr. í VIII. kafla komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
              a.      (16. gr.)
                     Við 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: og áætlaðan kostnað vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.
              b.      (17. gr.)
                     Við 5. mgr. 1. gr. laganna bætist: og greiðslu fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.
     2.      Í stað hlutfallstölunnar „0,0172%“ í 16. gr. komi: 0,0212%.
     3.      IX. kafli, 17. gr., falli brott.
     4.      A-liður 21. gr. orðist svo: Í stað 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó öðlast 4. gr., 4. mgr. 7. gr. og 1. og 2. mgr. 14. gr. gildi 1. janúar 2016.
     5.      29. gr. orðist svo:
                  Ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum orðast svo:
                  Þrátt fyrir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 23. gr. a skulu starfsendurhæfingarsjóðir, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, ekki fá tekjur af almennu tryggingagjaldi á árunum 2013 og 2014.
     6.      Við 44. gr.
              a.      Í stað „kr./kg“ í c-, d-, e-, g- og h-lið komi: kr./stk.
              b.      Í stað „1.159 kr./kg í f-lið komi: 1.160 kr./stk.
     7.      XXI. kafli, 46. og 47. gr., falli brott.
     8.      50. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
              a.      1., 2., 4.–12., 16.–18., 23., 24., 31., 32., 34.–38. og 40.–48. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014.
              b.      3., 14., 15., 20., 22., 30., 33. og 39. gr. öðlast þegar gildi.
              c.      13. og 19. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2014 vegna tekna ársins 2013.
              d.      21. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2016 vegna tekna ársins 2015.
              e.      25.–29. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014 og eiga við um foreldra barna sem fæðast eða eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2014 eða síðar.