Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 224. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 467  —  224. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um hópuppsagnir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu oft hefur komið til hópuppsagna frá árinu 2008? Svar óskast sundurgreint eftir árum og landshlutum, og hvort uppsagnirnar voru í opinberum stofnunum og fyrirtækjum eða á almennum vinnumarkaði.


    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa stofnuninni borist samtals 228 tilkynningar um hópuppsagnir frá ársbyrjun 2008 til loka nóvember 2013 þar sem samtals 8.940 einstaklingum hefur verið sagt upp störfum. Af þessum 228 tilkynningum var um að ræða sjö tilkynningar frá opinberum fyrirtækjum eða stofnunum þar sem 252 einstaklingum var sagt upp störfum og 221 tilkynningu frá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði þar sem 8.688 einstaklingum var sagt upp störfum. Flestar tilkynningar um hópuppsagnirnar á umræddu tímabili bárust Vinnumálastofnun á árinu 2008 eða 103 talsins þar sem samtals 5.074 einstaklingum var sagt upp störfum.

Fjöldi einstaklinga sem sagt var upp í hópuppsögnum
frá árinu 2008 til nóvember 2013.

Vinnumarkaður 2008 2009 2010 2011 2012 2013
(jan.–nóv.)
Samtals
Opinber 0 0 88 115 0 49 252
Almennur 5.074 1.789 654 637 293 241 8.688
Fjöldi alls 5.074 1.789 742 752 293 290 8.940
Heimild: Vinnumálastofnun.

Fjöldi einstaklinga sem sagt var upp í hópuppsögnum frá árinu 2008
til nóvember 2013, greint eftir landsvæðum.

Landsvæði 2008 2009 2010 2011 2012 2013 (jan.–nóv.) Samtals
Höfuðborgarsvæðið 4.189 1.501 451 516 246 228 7.131
Suðurnes 329 138 20 51 0 30 568
Vesturland 203 31 4 31 0 0 269
Vestfirðir 18 60 148 68 0 32 326
Norðurland vestra 2 9 0 14 12 0 37
Norðurland eystra 109 29 0 33 35 0 206
Austurland 109 5 11 0 0 0 125
Suðurland 115 16 108 39 0 0 278
Fjöldi alls 5.074 1.789 742 752 293 290 8.940
Heimild: Vinnumálastofnun.
Árið 2008.
    Á árinu 2008 bárust 103 tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem samtals 5.074 einstaklingum var sagt upp störfum. Tæplega 60% tilkynninga um hópuppsagnir á árinu 2008 bárust stofnuninni í lok október það ár. Hlutfallslega náðu flestar hópuppsagnir á árinu 2008 til starfsfólks á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eða um 83%. Hópuppsagnir á Suðurnesjum voru á sama tímabili hlutfallslega um 6,5% og um 4% á Vesturlandi en á öðrum landsvæðum var um lægra hlutfall að ræða. Árið 2008 bárust eingöngu tilkynningar um hópuppsagnir á almennum vinnumarkaði til Vinnumálastofnunar.

Árið 2009.
    Á árinu 2009 bárust 54 tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem samtals 1.789 einstaklingum var sagt upp störfum. Hlutfallslega náðu flestar hópuppsagnir á árinu 2009 til starfsfólks á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eða um 84%. Hópuppsagnir á Suðurnesjum voru á sama tímabili hlutfallslega um 8% og um 8% dreifðust á önnur landsvæði. Árið 2009 bárust eingöngu tilkynningar um hópuppsagnir á almennum vinnumarkaði til Vinnumálastofnunar.

Árið 2010.
    Á árinu 2010 bárust 29 tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem samtals 742 einstaklingum var sagt upp störfum. Hlutfallslega náðu flestar hópuppsagnir á árinu 2010 til starfsfólks á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eða um 61%. Hópuppsagnir á Vestfjörðum voru á sama tímabili hlutfallslega um 20% og um 15% á Suðurlandi en á öðrum landsvæðum var um lægra hlutfall að ræða. Árið 2010 bárust tvær tilkynningar til Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir á opinberum vinnumarkaði þar sem 88 einstaklingum var sagt upp störfum. Tilkynningar til stofnunarinnar um hópuppsagnir á almennum vinnumarkaði voru 27 árið 2010 þar sem 654 einstaklingum var sagt upp störfum.

Árið 2011.
    Á árinu 2011 bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem samtals 752 einstaklingum var sagt upp störfum. Hlutfallslega náðu flestar hópuppsagnir á árinu 2011 til starfsfólks á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eða um 69%. Hópuppsagnir á Vestfjörðum voru á sama tímabili hlutfallslega um 9% og um 7% á Suðurnesjum en á öðrum landsvæðum var um lægra hlutfall að ræða. Árið 2011 bárust fjórar tilkynningar til Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir á opinberum vinnumarkaði þar sem 115 einstaklingum var sagt upp störfum. Tilkynningar til stofnunarinnar um hópuppsagnir á almennum vinnumarkaði voru 19 árið 2011 þar sem 637 einstaklingum var sagt upp störfum.

Árið 2012.
    Á árinu 2012 bárust níu tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem samtals 293 einstaklingum var sagt upp störfum. Hlutfallslega náðu flestar hópuppsagnir á árinu 2012 til starfsfólks á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eða um 84%. Hópuppsagnir á Norðurlandi eystra voru á sama tímabili hlutfallslega um 12% og um 4% á Norðurlandi vestra. Árið 2012 bárust eingöngu tilkynningar um hópuppsagnir á almennum vinnumarkaði til Vinnumálastofnunar.

Árið 2013 – janúar til nóvember.
    Á tímabilinu janúar til nóvember árið 2013 bárust tíu tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem samtals 290 einstaklingum var sagt upp störfum. Hlutfallslega náðu flestar hópuppsagnir á þessu tímabili til starfsfólks á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eða um 78%. Hópuppsagnir á Vestfjörðum voru á sama tímabili hlutfallslega um 11% og um 10% á Suðurnesjum. Af þeim tilkynningum sem bárust Vinnumálastofnun á umræddu tímabili var ein tilkynning um hópuppsögn á opinberum vinnumarkaði þar sem 49 einstaklingum var sagt upp störfum. Tilkynningar til stofnunarinnar um hópuppsagnir á almennum vinnumarkaði voru á sama tímabili níu talsins þar sem 241 einstaklingi var sagt upp störfum.