Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 244. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 502  —  244. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um sjúkraflutninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig er rekstri sjúkraflutninga hjá heilbrigðisstofnunum landsins háttað? Hjá hvaða stofnunum er reksturinn í höndum stofnunarinnar sjálfrar og hjá hverjum er reksturinn í höndum verktaka?
     2.      Hver er gildistími samninga við verktaka um sjúkraflutninga á þeim stöðum þar sem slíkir samningar hafa verið gerðir? Svar óskast sundurliðað eftir heilbrigðisstofnunum og lengd samninga.
     3.      Verður samið við verktaka á stöðum þar sem samningar eru útrunnir eða renna út fljótlega?


    Svar við efni fyrirspurnarinnar er sett fram í eftirfarandi töflu, raðað eftir sjúkrastofnunum og þjónustusvæðum. Fyrirkomulag sjúkraflutninga er með þrenns konar hætti:
          Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við verksala sem eru slökkvilið bæjarfélaga.
          Samningur sjúkrastofnunar við verksala sem almennt eru sveitarfélög.
          Sjúkraflutningar eru á hendi stofnunar.

Svæði/sjúkrastofnun Fyrirkomulag Staða samnings
Höfuðborgarsvæði Samningur SÍ við Slökkvilið höfuðborgarsvæðis. Samningur rann út í árslok 2011 en SHS sinnir þjónustunni áfram. Leitað lausna á fyrirkomulagi þjónustu.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Þjónusta í höndum stofnunar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 1 Þjónusta í höndum stofnunar vegna Þingeyrar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 2 Samningur við sveitarfélag vegna Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps. Samningur rann út um síðustu áramót en þjónusta veitt áfram. Unnið er að samningsgerð.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Þjónusta í höndum stofnunar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Samningur við sveitarfélag. Samningi var sagt upp fyrir ári miðað við árslok 2013. Þjónusta veitt áfram og samningaviðræður standa yfir.
Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar Þjónusta í höndum stofnunar. Á ekki við.
Dalvíkurbyggð Þjónusta í höndum stofnunar. Á ekki við.
Akureyrarsvæði Samningur SÍ við Akureyrarbæ. Samningur rann út í árslok 2012. Þjónustu sinnt áfram og unnið að gerð nýs samnings.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Þjónusta í höndum stofnunar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Austurlands 1 Í höndum stofnunar á Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Djúpavogi og að degi til á Seyðisfirði. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Austurlands 2 Samningur við Fjarðabyggð vegna Neskaupstaðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Samningur útrunninn frá síðustu áramótum. Samningsgerð stendur yfir.
Heilbrigðisstofnun Austurlands 3 Samningur við Brunavarnir Austurlands vegna Vopnafjarðar. Gildir til ársloka 2018.
Heilbrigðisstofnun Austurlands 4 Samningur við björgunarsveit vegna næturvakta á Seyðisfirði. Samningur rennur út í janúar 2014 og er stefnt að endurnýjun hans.
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Þjónustan í höndum stofnunar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Þjónustan í höndum stofnunar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Þjónustan í höndum stofnunar. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1 Þjónusta í höndum stofnunar vegna Grindavíkur. Á ekki við.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2 Samningur SÍ við Brunavarnir Suðurnesja vegna Reykjanesbæjar. Samningur um þjónustu árið 2013 og unnið að samningi vegna 2014.