Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 278. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 536  —  278. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um ráðstöfun fjármuna til vistvænna starfa og græna hagkerfisins.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hvernig var fjármunum af liðnum 01-281 Atvinnuuppbygging og fjölgun vistvænna starfa (186 millj. kr.) og liðnum 01-283 Græna hagkerfið, ýmis verkefni (280 millj. kr.) í fjárlögum fyrir árið 2013 ráðstafað? Óskað er sundurliðunar yfir verkefni sem fjármunum var ráðstafað til, bæði greidda styrki og loforð um styrki, sem og stuttri lýsingu á hverju verkefni og upplýsingum um aðstandendur verkefnanna.
     2.      Hvernig fór úthlutun fram? Var hún að undangengnu umsóknarferli og lá faglegt mat á verkefnum til grundvallar? Ef svo er, hverjir önnuðust það mat og var það unnið samkvæmt fyrirframgefnum mælikvörðum eða reglum? Samþykktu ráðherranefnd um atvinnumál og ríkisstjórnin ráðstöfunina?


Skriflegt svar óskast.