Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 231. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 544  —  231. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni
um ríkisstarfsmenn.


    Eftirgreindar upplýsingar eru fengnar úr launavinnslukerfi ríkisins.

     1.      Hve margir ríkisstarfsmenn eru skipaðir eða ráðnir til starfa ótímabundið, án gagnkvæms uppsagnarfrests, þ.e. æviráðnir?
    Heildarfjöldi starfsmanna ríkisins er 21.102. Af þeim eru 1.149 skipaðir fyrir 1. júlí 1996. Eftir þann tíma er enginn lengur skipaður ótímabundið heldur aðeins til fimm ára, að undanskildum hæstaréttar- og héraðsdómurum, og 37 ráðnir til starfa ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests.

     2.      Hvar starfa þeir?
Stofnun Skipaðir Ráðnir Heild
Embætti forseta Íslands 2 2
Alþingi 10 1 11
Rannsóknarnefndir Alþingis 1 1
Hæstiréttur 10 10
Ríkisendurskoðun 4 4
Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 1 1
Ýmis verkefni 1 1
Óbyggðanefnd 1 1
Ríkislögmaður 2 2
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 7 1 8
Háskóli Íslands 180 1 181
Tilraunastöð Háskólans að Keldum 3 3
Raunvísindastofnun Háskólans 2 2
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 5 5
Háskólinn á Akureyri 26 26
Landbúnaðarháskóli Íslands 6 1 7
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 1 1
Námsmatsstofnun 4 4
Rannsóknamiðstöð Íslands 4 4
Menntaskólinn í Reykjavík 15 15
Menntaskólinn á Akureyri 11 11
Menntaskólinn að Laugarvatni 1 1
Menntaskólinn við Hamrahlíð 28 1 29
Menntaskólinn við Sund 10 10
Menntaskólinn á Ísafirði 2 2
Menntaskólinn á Egilsstöðum 3 3
Menntaskólinn í Kópavogi 14 14
Kvennaskólinn í Reykjavík 19 19
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 24 24
Fjölbrautaskólinn Ármúla 20 20
Flensborgarskóli 12 12
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 13 1 14
Fjölbrautaskóli Vesturlands 12 12
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 6 6
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 3 3
Fjölbrautaskóli Suðurlands 19 19
Verkmenntaskóli Austurlands 2 2
Verkmenntaskólinn á Akureyri 21 21
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 10 10
Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu 2 2
Framhaldsskólinn á Húsavík 4 4
Framhaldsskólinn á Laugum 2 2
Borgarholtsskóli 12 12
Fjölbrautaskóli Snæfellinga 1 1
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 1 1
Iðnskólinn í Hafnarfirði 3 3
Námsgagnastofnun 2 2
Þjóðminjasafn Íslands 3 3
Þjóðskjalasafn Íslands 1 1
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 7 2 9
Listasafn Íslands 1 1 2
Fjölmiðlanefnd 1 1
Þjóðleikhúsið 1 1
Sinfóníuhljómsveit Íslands 2 2
Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 8 8
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis 2 2
Ýmis verkefni 1 1
Sendiráð Íslands 13 13
Þróunarsamvinnustofnun Íslands 2 2
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, aðalskrifstofa 5 5
Ýmis verkefni 3 3
Fiskistofa 1 1
Matvælastofnun 5 5
Fjármálaeftirlitið 2 2
Hafrannsóknastofnunin 1 1 2
Rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs 1 1
Nýsköpunarmiðstöð Íslands 1 1 2
Orkustofnun 3 3
Innanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 5 5
Stjórnartíðindi 1 1
Kosningar 1 1
Ýmis verkefni 2 1 3
Hæstiréttur 1 1
Héraðsdómstólar 14 14
Bætur brotaþola 1 1
Ríkissaksóknari 1 1
Ríkislögreglustjóri 36 36
Lögregluskóli ríkisins 11 11
Sérstakur saksóknari samkvæmt lögum nr. 135/2008 14 14
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 108 1 109
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 9 9
Ýmis löggæslu- og öryggismál 1 1
Landhelgisgæsla Íslands 2 2
Sýslumaðurinn í Reykjavík 2 1 3
Sýslumaðurinn á Akranesi 3 3
Sýslumaðurinn í Borgarnesi 5 5
Sýslumaður Snæfellinga 4 4
Sýslumaðurinn á Ísafirði 7 7
Sýslumaðurinn á Blönduósi 3 3
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 2 2
Sýslumaðurinn á Akureyri 17 17
Sýslumaðurinn á Húsavík 1 1
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 5 5
Sýslumaðurinn á Eskifirði 4 4
Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði 1 1
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 3 3
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 3 3
Sýslumaðurinn á Selfossi 8 8
Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ 2 2
Sýslumaðurinn í Kópavogi 1 1
Fangelsismálastofnun ríkisins 3 3
Vegagerðin 10 9 19
Samgöngustofa 7 7
Rannsóknarnefnd samgönguslysa 1 1
Þjóðkirkjan 58 58
Neytendastofa 3 3
Þjóðskrá Íslands 1 1
Velferðarráðuneyti, aðalskrifstofa 13 13
Ýmis verkefni 2 2
Tryggingastofnun ríkisins 2 2
Sjúkratryggingar Íslands 2 2
Landlæknir 1 1
Lyfjastofnun 1 1
Geislavarnir ríkisins 1 1
Vinnueftirlit ríkisins 1 1
Ríkissáttasemjari 1 1
Sjúkrahúsið á Akureyri 4 4
Landspítali 9 2 11
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu 32 32
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 8 8
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 2 2
Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð 1 1
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 2 1 3
Heilbrigðisstofnun Austurlands 2 2
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 2 2
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 12 12
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3 3
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 2 2
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta 1 1
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 1 1
Málefni fatlaðra 1 1
Barnaverndarstofa 2 2
Vinnumálastofnun 5 5
Vinnumál 2 2
Ábyrgðasjóður launa 1 1
Fjármála- og efnahagsráðuneyti, aðalskrifstofa 5 5
Fjársýsla ríkisins 2 2
Ríkisskattstjóri 11 11
Yfirskattanefnd 1 1
Skattrannsóknarstjóri ríkisins 1 1
Tollstjórinn 15 15
Hagstofa Íslands 4 4
Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun 6 6
Framkvæmdasýsla ríkisins 1 1
Ríkiskaup 1 1
Ýmislegt 2 2
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, aðalskrifstofa 3 3
Umhverfisstofnun 1 1
Landgræðsla ríkisins 2 2
Skógrækt ríkisins 2 2
Suðurlandsskógar 1 1
Náttúrufræðistofnun Íslands 2 2
Veðurstofa Íslands 4 4 8
Rekstrarfélagið Borgartúni 21 1 1
ÁTVR 3 1 4
Íslenskar orkurannsóknir 4 4
1.149 37 1.186

     3.      Hve margir eru í 49% starfi hjá ríkinu?
    Af þeim 1.149 sem eru skipaðir eru 53 í 49% starfshlutfalli og af þeim 37 sem eru ráðnir ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests er enginn í 49% starfshlutfalli. Þeir sem eru í 49% starfshlutfalli vinna á eftirtöldum stofnunum:

Stofnun Skipaðir
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 3
Háskóli Íslands 32
Tilraunastöð Háskólans að Keldum 2
Háskólinn á Akureyri 4
Fjölbrautaskólinn Ármúla 1
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 1
Fjölbrautaskóli Suðurlands 1
Verkmenntaskólinn á Akureyri 1
Þjóðskjalasafn Íslands 1
Fiskistofa 1
Sérstakur saksóknari samkvæmt lögum nr. 135/2008 1
Landhelgisgæsla Íslands 1
Þjóðkirkjan 2
Sjúkratryggingar Íslands 1
Suðurlandsskógar 1
53