Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 287. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 558  —  287. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um ferðaþjónustu fatlaðra.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Með hvaða hætti fylgist ráðuneytið með því hvort og hvernig ákvæðum 35. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, er framfylgt af hálfu sveitarfélaganna?
     2.      Hvaða úrræðum geta fatlaðir einstaklingar beitt ef brotið er á rétti þeirra til ferðaþjónustu af hálfu sveitarfélags?
     3.      Hvaða úrræðum getur ráðuneytið beitt ef uppvíst verður um brot sveitarfélags gegn rétti fatlaðs einstaklings til ferðaþjónustu?
     4.      Telur ráðherra þörf á lagabreytingu til að unnt verði að taka á brotum á rétti fatlaðra einstaklinga til ferðaþjónustu? Ef sú er raunin, mun ráðherra þá beita sér fyrir slíkri lagabreytingu?


Skriflegt svar óskast.