Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 295. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 572  —  295. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um gögn um hælisleitanda.


Frá Valgerði Bjarnadóttur og Merði Árnasyni.


     1.      Er til í ráðuneytinu minnisblað „varðandi Tony Omos“ og ef svo er, hverjir fengu það? Var því dreift til undirstofnana eða félagasamtaka, svo sem Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra og Rauða krossins, og til lögmanna þeirra sem eru nafngreindir í minnisblaðinu?
     2.      Ef framangreint minnisblað er ekki til í ráðuneytinu, hvaða gögn eru þá til um mál Tony Omos í ráðuneytinu? Var þeim gögnum dreift til undirstofnana eða félagasamtaka, svo sem Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra og Rauða krossins, og til lögmanna þeirra sem eru nafngreindir í minnisblaðinu?
     3.      Hvað var til skoðunar í rannsókn ráðuneytisins á meintum leka á umræddu minnisblaði? Hver hafði forstöðu í þeirri rannsókn? Hverjar voru niðurstöðurnar?
     4.      Hvað var til skoðunar í rannsókn Rekstrarfélags stjórnarráðsins á meintum leka á umræddu minnisblaði? Hverjar voru niðurstöðurnar?
     5.      Hefur komið til álita að óska eftir óháðri rannsókn á því hvernig persónuupplýsingar um Tony Omos og tvær nafngreindar konur komust úr trúnaðargögnum í hendur almennings?


Skriflegt svar óskast.