Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 326. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 619  —  326. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um innflutning frá þróunarsamvinnuríkjum Íslands.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða tollar og gjöld eru lögð á innflutning helstu vöruflokka frá þeim ríkjum sem Ísland er í formlegri þróunarsamvinnu við, þ.e. Úganda, Malaví og Mósambík?
     2.      Hvert hefur verið verðmæti árlegs innflutnings frá þessum ríkjum síðastliðin fimm ár?
     3.      Hvað hefur íslenska ríkið haft í tekjur af tollum og gjöldum vegna innflutnings frá ríkjunum þremur á þeim tíma?


Skriflegt svar óskast.