Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 303. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 685  —  303. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Merði Árnasyni um þjónustusamninga
við veitendur heilbrigðisþjónustu.


     1.      Við hvaða veitendur heilbrigðisþjónustu hefur ráðuneytið gildan þjónustusamning?
    Samkvæmt 2. gr., 5. gr., sbr. og IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, annast Sjúkratryggingar Íslands (sjúkratryggingastofnunin), í samræmi við stefnumörkun ráðherra, samningsgerð um veitingu heilbrigðisþjónustu. Ráðuneytið sér þó enn um gerð samninga um heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum.
    Gildandi samningar ráðuneytisins um heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum eru við Hjúkrunarheimilið Eir um endurhæfingu í Reykjavík, við Hrafnistu um rekstur í Boðaþingi í Kópavogi og endurhæfingarrými í Reykjavík, við Grund um rekstur á Mörkinni í Reykjavík, við Öldung um rekstur Sóltúns í Reykjavík og við Vopnafjarðarhrepp um rekstur Sundabúðar. Þá er í gildi samningur við Mosfellsbæ um rekstur Hamars, en það er nýtt heimili og byggt samkvæmt svokallaðri leiguleið. Byggingu hjúkrunarheimila samkvæmt leiguleiðinni er einnig lokið á Akureyri, í Borgarbyggð og í Garðabæ og til stendur að gera samninga um rekstur þeirra við viðkomandi sveitarfélög og hafa samninginn um rekstur Hamars í Mosfellsbæ sem fyrirmynd. Þá eru byggingar hjúkrunarheimila í gangi hjá Reykjanesbæ og á Ísafirði og liggur einnig fyrir gerð samninga um rekstur heimilanna við þau sveitarfélög.
    Í töflu hér að aftan er að finna lista frá Sjúkratryggingum Íslands yfir gildandi samninga stofnunarinnar um heilbrigðisþjónustu.

Gildandi samningar um heilbrigðisþjónustu.

Flokkun Viðsemjendur Heiti samnings
Erlendir samningar Karolinska University Hospital Samkomulag um meðferð með geislun (Gamma Knife)
Erlendir samningar Rikshospitalet, Noregi Samkomulag um psoriasis-meðferð
Erlendir samningar Rigshospitalet, Kaupmannahöfn Samkomulag um þjónustu vegna PET – SCAN
Erlendir samningar Landspítali Samkomulag vegna samnings SÍ og Skåne Care um hjartaskurðlækningar á börnum
Erlendir samningar Ingibjörg Helgadóttir Samningur um aðstoð við sjúklinga í Stokkhólmi og nágrenni
Erlendir samningar Karolinska University Hospital Samningur milli Karolinska og SÍ um stofnfrumumeðferð
Erlendir samningar Íslenska kirkjan í Svíþjóð Samningur um aðstoð við sjúklinga í Gautaborg
Erlendir samningar Ása Ásgeirsdóttir Samningur um aðstoð við sjúklinga í Lundi og nágrenni
Erlendir samningar Skåne Care AB, Lund, Sweden Samningur um hjartaaðgerðir fyrir börn
Erlendir samningar Sahlgrenska International Care Gothenburg Samningur um líffæragjafir og þjónustu
Erlendir samningar Children´s Hospital Boston Samningur um meðferð barna
Heimahjúkrun Heilsueflingarmiðstöðin Samningur um sérhæfða hjúkrunarmeðferð fyrir börn í heimahúsum
Heimahjúkrun Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um aðstöðu fyrir starfsemi Heimahlynningar
Heimahjúkrun Landspítali Samningur um aðstöðu og þjónustu Karitas ehf.
Heimahjúkrun Landspítali Samningur um heimahjúkrun stómasjúklinga
Heimahjúkrun Akureyrarbær Samningur um heimahjúkrun við Heilsugæslu Akureyrar
Heimahjúkrun Landspítali Samningur um skráningu vegna þjónustu Heilsu- eflingarmiðstöðvar
Heimahjúkrun Landspítali Samningur um öflun og rekstur CPAP, BIPAP og rúmmálstýrðra öndunarvéla í heimahúsum ásamt þjónustu
Heimahjúkrun Landspítali Samningur vegna hjúkrunarfræðilegrar ráðgjafar um súrefnisþjónustu í heimahúsum
Heimahjúkrun Heimahlynning Sérhæfð líknandi hjúkrunarmeðferð í heimahúsum
Heimahjúkrun Karitas Sérhæfð líknandi hjúkrunarmeðferð í heimahúsum
Heimahjúkrun Heimaþjónusta Reykjavíkur Þjónustusamningur um hjúkrun í heimahúsum
Heimilislækningar Salus Heilsugæslustöðin í Salahverfi Kópavogi
Heimilislækningar Heimilislæknar utan heilsugæslu Heimilislæknar utan heilsugæslu (HUH)
Heimilislækningar Læknavaktin Móttökuvakt heimilislækna
Heimilislækningar Akureyrarbær Rekstur heilsugæslustöðvar ásamt þjónustu við fanga
Heimilislækningar Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Samningur um rekstur heilsugæslu og öldrunarþjónustu
Heimilislækningar Læknavaktin Samningur um vitjanaþjónustu
Heimilislækningar Heimilislæknastöðin Samningur um heilsugæslu í Lágmúla
Hjálpartæki Eirberg ehf. Bað- og salernishjálpartæki
Hjálpartæki Fastus ehf. Bað- og salernishjálpartæki
Hjálpartæki Icepharma Bað- og salernishjálpartæki
Hjálpartæki Stoð hf. Bað- og salernishjálpartæki
Hjálpartæki Öryggismiðstöð Íslands hf. Bað- og salernishjálpartæki
Hjálpartæki Logaland ehf. Bleiur, netbuxur, bindi og fleira
Hjálpartæki Rekstrarvörur ehf. Bleiur, netbuxur, bindi og fleira
Hjálpartæki Logaland ehf. Bleiur, netbuxur, bindi og fleira. Viðauki um dreifingu.
Hjálpartæki Rekstrarvörur ehf. Bleiur, netbuxur, bindi og fleira. Viðauki um dreifingu.
Hjálpartæki Kollidoor ehf. Bæklunarskór ásamt tilheyrandi þjónustu
Hjálpartæki Skósmiðjan ehf. Bæklunarskór ásamt tilheyrandi þjónustu
Hjálpartæki Orthos ehf. Bæklunarskór ásamt tilheyrandi þjónustu
Hjálpartæki Stoð hf. Bæklunarskór ásamt tilheyrandi þjónustu
Hjálpartæki Stoðtækni ehf. Bæklunarskór ásamt tilheyrandi þjónustu
Hjálpartæki Stoð hf. Gervilimir ásamt viðaukasamningi um viðhalds- og viðgerðaþjónustu
Hjálpartæki Össur hf. Gervilimir ásamt viðaukasamningi um viðhalds- og viðgerðaþjónustu
Hjálpartæki Eirberg ehf. Hjólastólar og gönguhjálpartæki
Hjálpartæki Fastus ehf. Hjólastólar og gönguhjálpartæki
Hjálpartæki Stoð hf. Hjólastólar og gönguhjálpartæki
Hjálpartæki Öryggismiðstöð Íslands hf. Hjólastólar
Hjálpartæki Icepharma Rammasamningur um fólkslyftara
Hjálpartæki Eirberg Rammasamningur um fólkslyftara og sjúkrarúm
Hjálpartæki Fastus ehf. Rammasamningur um fólkslyftara og sjúkrarúm
Hjálpartæki Öryggismiðstöð Íslands hf. Rammasamningur um fólkslyftara og sjúkrarúm
Hjálpartæki Endurhæfing ehf. Ráðgjöf sjúkraþjálfara í setstöðuráðgjafarteymi
Hjálpartæki Donna ehf. Samningur um litlar, léttar og hreyfanlegar súrefnissíur
Hjálpartæki Faxi ehf. (Geisli) Samningar um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja
Hjálpartæki Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um húsnæðisaðstöðu og hjálpartækjaráðgjöf á Kristnesi
Hjálpartæki Stoð ehf. Rammasamningur um fólkslyftara og sjúkrarúm
Hjálpartæki Eirberg Spelkur ásamt viðaukasamningi um viðhalds- og viðgerðarþjónustu
Hjálpartæki Stoð ehf. Spelkur ásamt viðaukasamningi um viðhalds- og viðgerðarþjónustu
Hjálpartæki Össur hf. Spelkur ásamt viðaukasamningi um viðhalds- og viðgerðarþjónustu
Hjálpartæki Ísaga ehf. Súrefni og súrefnissíur. Framkvæmd og rekstur í heimahúsum
Hjálpartæki Ísaga ehf. Samningur um litlar, léttar og hreyfanlegar súrefnissíur
Hjálpartæki Eirberg Vinnustólar og sérstakir barnastólar
Hjálpartæki Fastus ehf. Vinnustólar og sérstakir barnastólar
Hjálpartæki Stoð ehf. Vinnustólar og sérstakir barnastólar
Hjálpartæki Öryggismiðstöð Íslands hf. Vinnustólar og sérstakir barnastólar
Hjálpartæki Actavis Þvagleggir og þvagpokar
Hjálpartæki Fastus ehf. Þvagleggir og þvagpokar
Hjálpartæki Icepharma þvagleggir og þvagpokar
Hjálpartæki Medor Þvagleggir og þvagpokar
Hjálpartæki Securitas hf. Öryggiskallkerfisþjónusta
Hjálpartæki Slökkvilið Ísafjarðar Öryggiskallkerfisþjónusta
Hjálpartæki Öryggismiðstöð Íslands hf. Öryggiskallkerfisþjónusta
Iðjuþjálfun Gigtarfélag Íslands Samningur um iðjuþjálfun
Iðjuþjálfun Sjálfsbjörg Akureyri Samningur um iðjuþjálfun
Ljósmæður Ljósmæður Rammasamningur um heimaþjónustu
Læknishjálp Landspítali Hjartalokuskipti með þræðingartækni
Læknishjálp Landspítali Raförvunartæki vegna vandamála í grindarbotni
Læknishjálp Landspítali Samningur um einingaverð og gjaldskrá vegna verka unnin á dag- og göngudeildum LSH
Læknishjálp Landspítali Samkomulag um insúlíndælur (göngudeild sykursjúkra og göngudeild sykursjúkra barna)
Læknishjálp Landspítali Samkomulag um mótefnaskortsdælur
Læknishjálp Landspítali Samkomulag um radiofrequency ablation (RFA) meðferð við krabbameini í lifur
Læknishjálp Landspítali Samningur um að fá sérgreinalækni sem starfar erlendis til að veita meðferð á sjúkrahúsi á Íslandi
Læknishjálp Landspítali Samningur um meðferð með lyfinu Adcetris
Læknishjálp Augljós Samningur um laseraðgerð á augum
Læknishjálp Lasersjón Samningur um aðgerðir með excimer lasertækni
Læknishjálp Sjónlag Samningur um aðgerðir með Lasik leysitækni
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Vesturlands Samningur um aðstöðu og svæfingar
Læknishjálp Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um augasteinsaðgerðir
Læknishjálp Sjónlag Samningur um augasteinsaðgerðir
Læknishjálp Lasersjón Samningur um augasteinsaðgerðir
Læknishjálp Landspítali Samkomulag um IL2-meðferð fyrir sjúkratryggðan sjúkling með nýrnakrabbamein
Læknishjálp Landspítali Samningur um aortalokuskipti með þræðingartækni
Læknishjálp Landspítali Samningur um brennsluaðgerð vegna gáttatifs
Læknishjálp Landspítali Samningur um innri geislun vegna krabbameins í blöðruhálskirtli
Læknishjálp Landspítali Samningur um umsýslu og úthlutun á raförvunartækjum til meðferðar við ökklalömun
Læknishjálp Landspítali Samningur um innæðaviðgerðir vegna æðagúla í höfði
Læknishjálp Landspítali Samningur um ígræðslu nýrna frá lifandi gjöfum
Læknishjálp Landspítali Samningur um kuðungsígræðslu
Læknishjálp Húðlæknastöðin Samningur um meðferð með lasertækjum
Læknishjálp Útlitslækning ehf. Samningur um lasermeðferð
Læknishjálp Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um liðskiptaaðgerðir
Læknishjálp Augnlæknar Reykjavíkur Samningur um meðferð með laser við gláku
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Vesturlands Samningur um sérfræðiþjónustu í hjartalækningum
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Samningur um sérfræðiþjónustu í hjartalækningum
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Suðurlands Samningur um sérfræðiþjónustu í hjartalækningum
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Suðurlands Samningur um sérfræðiþjónustu í krabbameinslækningum og kvenlækningum
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Sauðárkróki Samningur um sérfræðiþjónustu í kvenlækningum og geðlækningum
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Sauðárkróki Samningur um sérfræðiþjónustu í bæklunarskurðlækningum, almennum skurðlækningum, lýta- og þvagfæraskurðlækningum
Læknishjálp Landspítali Samningur um stofnfrumumeðferð
Læknishjálp Barnalæknaþjónustan Samningur um vaktþjónustu barnalækna
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Blönduósi Samningur um ýmsa sérfræðiþjónustu
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Samningur um sérfræðiþjónustu í þvagfæraskurðlækningum
Læknishjálp Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um þjónustu sérfræðings í efnaskipta- og innkirtlalækningum
Læknishjálp Heilbrigðisstofnun Austurlands Samningur um þjónustu sérfræðings í húðlækningum
Læknishjálp Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um þjónustu sérfræðings í húðsjúkdómalækningum
Læknishjálp Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um þjónustu sérfræðings í taugalækningum
Læknishjálp Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um þjónustu sérfræðings í lungnalækningum
Læknishjálp Sérgreinalæknar Rammasamningur sérgreinalækna
Læknishjálp Læknafélag Reykjavíkur Samstarfssamningur milli LR og SÍ vegna rammasamnings
Læknishjálp Landspítali Samningur um ökuhæfnismat
Læknishjálp Landspítali TNS raförvunartæki
Myndgreining Íslensk myndgreining Samningur um myndgreiningu
Myndgreining Læknisfræðileg myndgreining Samningur um myndgreiningu
Næring Icepharma Rammasamningur. Næring um slöngu með tilheyrandi fylgihlutum og næringardrykkir
Næring Icepharma Samningur um kaup og þjónustu varðandi amínósýrunæringu fyrir PKU
Rannsóknir Rannsóknastofur smærri stofnana Rammasamningur um rannsóknir sem pantaðar eru af sjálfstætt starfandi læknum
Rannsóknir LSH/Salus Samkomulag um greiðslur rannsókna frá Heilsugæslunni í Salahverfi
Rannsóknir Rannsóknastofan í Glæsibæ Samningur um blóðmeina- og efnameinafræðirannsóknir og skyldar rannsóknir
Rannsóknir Rannsóknastofan í Mjódd Samningur um blóðmeina- og efnameinafræðirannsóknir og skyldar rannsóknir utan sjúkrahúsa
Rannsóknir Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um rannsóknir á rannsóknastofu FSA
Rannsóknir Frumurannsókn ehf. Samningur um rannsóknir í frumumeinafræði
Rannsóknir Ellen Mooney Samningur um rannsóknir í húðmeinafræði
Rannsóknir Landspítali Samningur um rannsóknir í klínískri lífefnafræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði
Rannsóknir Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur um rannsóknir í líffærameinafræði
Rannsóknir Vefjarannsóknastofan Álfheimum Samningur um rannsóknir í líffærameinafræði
Rannsóknir Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði Samningur um rannsóknir í lyfja og eiturefnafræðum
Rannsóknir Krabbameinsfélag Íslands Samningur um rannsóknir í frumumeinafræði
Rannsóknir Hjartavernd Þjónustusamningur við Hjartavernd
Sálfræðiþjónusta Sálfræðingar Rammasamningur um sálfræðiþjónustu við börn
Sálfræðiþjónusta BUGL Samkomulag um tilvísanir í sálfræðimeðferð
Sálfræðiþjónusta Greininga- og ráðgjafastöð ríkisins Samkomulag um tilvísanir í sálfræðimeðferð
Sálfræðiþjónusta Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Samkomulag um tilvísanir í sálfræðimeðferð
Sálfræðiþjónusta Heilbrigðisstofnun Suðurlands Samkomulag um tilvísanir í sálfræðimeðferð
Siglingamál Landspítali Samkomulag Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg um líffæratöku og líffæraígræðslu
Siglingamál Landspítali Samkomulag um söfnun og flutning á eitilfrumum frá Svíþjóð til Íslands og um chimerismapróf
Siglingamál Landspítali Samkomulag vegna læknismeðferðar erlendis. Vinnureglur
Siglingamál Landspítali Samningur um heimflutning og gjörgæslu fyrir sjúkratryggða sem sendir hafa verið af siglinganefnd til Gautaborgar til að fá ígrætt HM-II hjálparhjarta
Siglingamál Landspítali Samningur vegna aðgerða við parkinsonsveiki
Sjúkraflutningar Mýflug hf. Samkomulag um sjúkraflug til Vestmannaeyja
Sjúkraflutningar Ernir ehf. Samkomulag um sjúkraflug frá Íslandi til útlanda
Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan, Mýflug hf. Samkomulög um tafarlausan sjúkraflutning sjúkratryggðra sjúklinga til útlanda, þegar ekki er unnt að nýta áætlunarflug
Sjúkraflutningar Mýflug hf. Samningur um sjúkraflug á Íslandi
Sjúkraflutningar Landhelgisgæsla Íslands Samningur um sjúkraflug með þyrlu
Sjúkraflutningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Samningur um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu
Sjúkraflutningar Brunavarnir Suðurnesja Samningur um sjúkraflutninga á Suðurnesjum
Sjúkraflutningar Akureyrarbær Samningur um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
Sjúkraflutningar Flugfélag Íslands Samningur um sjúkrarúm í innanlandsflugi
Sjúkraflutningar Rauði kross Íslands Samningur um útvegun og rekstur bifreiða/tækjabúnaðar til sjúkraflutninga
Sjúkraflutningar Sjúkraflug ehf. Samningur um þjónustu fylgdarmanna í áætlunarflugi innan lands
Sjúkraflutningar Akureyrarbær Samningur um þjónustu sjúkraflutningamanna við sjúkraflug með sjúkraflugvélum innan lands á norðursvæði og Vestmannaeyjasvæði
Sjúkrahótel Sinnum ehf. Þjónustusamningur um sjúkrahótel
Sjúkraþjálfun Sjúkrastofnanir Rammasamningur um sjúkraþjálfun á göngudeild
Sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar Rammasamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara utan sjúkrahúsa
Sjúkraþjálfun Félag sjúkraþjálfara Samkomulag um aðkomu FS að faglegum málefnum er varða rammasamning SÍ og sjúkraþjálfara
Sjúkraþjálfun Sjálfsbjörg Akureyri Samningur um sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfun Landspítali Samningur um sjúkraþjálfun á sjúkrahóteli
Sjúkraþjálfun Endurhæfing ehf. Samningur um þjálfun einstaklinga með fjölþættar skerðingar
Lyf Landspítali Samkomulag vegna S-merktra lyfja
Lyf Landspítali Samkomulag um lyf sem veitt er á dag- og göngudeildum blóð og krabbameinslækninga LSH
Lyf Landspítali Samningur milli SÍ, LSH og FSA um framkvæmd samkomulags vegna S-lyfja
Lyf Sjúkrahúsið á Akureyri Samningur milli SÍ, LSH og FSA vegna S-lyfja
Lyf Lyfsalar Rammasamningur um kostnaðardreifingu vegna lyfjakaupa
Talþjálfun Talmeinafræðingar Rammasamningur um talmeinaþjónustu á eigin stofum
Talþjálfun Félag talkennara Samkomulag um aðkomu FTT að faglegum málefnum í rammasamningi
Tannlækningar Tannlæknafélag Íslands Samningur um tannlækningar barna
Tannlækningar Tannlæknar Samningur um rafræn samskipti og aðgerðaskrá
Tannlækningar Peter Holbrook Samningur um munnvatnsrannsóknir
Tannlækningar Tannlæknadeild HÍ Samningur um tannlækningar á göngudeild THÍ
Tannlækningar LSH og Háskóli Íslands Samningur um nauðsynlegar tannlækningar samkvæmt skriflegri tilvísun lækna LSH
Verktakalæknar Reynir Arngrímsson Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Verktakalæknar Magnús Páll Albertsson Læknisfræðileg ráðgjöf í siglinganefnd, sjúklingatryggingu og slysatryggingu
Verktakalæknar Ingólfur Kristjánsson Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Verktakalæknar Guðjón Baldursson Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Verktakalæknar Guðjón Baldursson Mat á varanlegri örorku af völdum slysa
Verktakalæknar Guðmundur Björnsson Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Verktakalæknar Guðmundur Gunnlaugsson Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Verktakalæknar Guðni Arinbjarnar Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Verktakalæknar Gunnar K. Guðmundsson Mat á læknisfræðilegri örorku og framkvæmd áverkagreiningar
Húðmeðferð Bláa lónið Samningur um húðmeðferð í Bláa lóninu
Húðmeðferð Sjálfstætt starfandi starfsstöðvar Rammasamningur um meðferð við húðsjúkdómum
Áfengismeðferð SÁÁ Samningur um áfengis- og vímuefnameðferð fyrir sjúkratryggða einstaklinga á dagdeild
Áfengismeðferð SÁÁ Áfengis- og vímuefnameðferð á göngudeild
Áfengismeðferð SÁÁ Þjónustusamningur um áfengis- og vímuefnameðferð á sjúkrahúsinu Vogi
Endurhæfing Þraut ehf. Samningur um þverfaglega endurhæfingu fyrir einstaklinga með vefjagigt
Endurhæfing HL-stöðin í Reykjavík Samningur um endurhæfingu og þjálfun
Endurhæfing HL-stöðin á Akureyri Samningur um endurhæfingu og þjálfun
Endurhæfing Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Þjónustusamningur um starfsemi Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut
Endurhæfing Náttúrulækningafélag Íslands Þjónustusamningur um þverfaglega endurhæfingu
Endurhæfing Reykjalundur/Hlein Þjónustusamningur við Reykjalund vegna starfsemi Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS
Krabbameinsleit Krabbameinsfélag Íslands Leitarstöð Krabbameinsfélags Ísl., forvarnir
Öldrunarþjónusta Akureyrarbær Samningur um rekstur öldrunarheimila

     2.      Hver er stefna ráðuneytisins um faglegt eftirlit með slíkum þjónustusamningum?
    Ráðherra markar stefnu um faglegt eftirlit með samningum um heilbrigðisþjónustu innan ramma gildandi laga, laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, og annarra laga. Um stefnuna vísast til svars við 3. tölul. fyrirspurnarinnar.

     3.      Hvernig er háttað faglegu eftirliti ráðuneytisins með starfsemi samkvæmt þjónustusamningi? Hver annast eftirlitið, hvernig fer það fram og hvaða gögn liggja fyrir um það?

    Samkvæmt 7. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir hafa reglubundið eftirlit með því að heilbrigðisþjónusta sem veitt er hér á landi uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma. Landlæknir hefur heimild til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu og er þeim skylt að verða við slíkri kröfu.
    Telji landlæknir að heilbrigðisþjónusta uppfylli ekki faglegar kröfur eða önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf skal hann beina tilmælum um úrbætur til rekstraraðila. Verði rekstraraðili ekki við slíkum tilmælum ber landlækni að skýra ráðherra frá málinu og gera tillögur um hvað gera skuli. Getur ráðherra þá tekið ákvörðun um að stöðva rekstur tímabundið þar til bætt hefur verið úr annmörkum eða stöðva rekstur að fullu.
    Um eftirlit með samningum sem velferðarráðuneytið gerir um heilbrigðisþjónustu fer einnig samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 343/2006 um samninga um rekstrarverkefni sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs. Á meðan á samningstíma stendur fer fram eftirlit með að framkvæmd samnings sé í samræmi við ákvæði hans og að lokum er gerð úttekt sem lögð er til grundvallar við ákvarðanatöku um endurnýjun samnings.
    Geta má þess að á heimasíðu ráðuneytisins er að finna Kröfulýsingu fyrir öldrunarþjónustu, en hún þjónar sem grunnur að gerð þjónustusamninga við öldrunarstofnanir og er til viðbótar faglegum gæðakröfum sem embætti landlæknis setur starfseminni. Í henni er m.a. ákvæði um hvernig eftirliti með framkvæmd þjónustunnar skuli háttað. Samkvæmt henni hefur ráðuneytið eftirlit með framkvæmd samninga, auk fjárhagslegs eftirlits. 1
    Samkvæmt lögum um sjúkratryggingar hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eftirlit með starfsemi sinna samningsaðila sem miðar að því að tryggja að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga. Eftirlit stofnunarinnar er m.a. fólgið í eftirfarandi:
    –     Að innsendir reikningar séu í samræmi við gerða samninga, lög og reglugerðir á hverjum tíma.
    –         Ýmsum keyrslum úr upplýsingakerfum SÍ til að skoða frávik á beitingu á gjaldskrá.
    –        Heimsóknum á starfsstofur heilbrigðisstarfsmanna.
    –        Fundum með viðsemjendum um gang verkefnanna. Í samningum við fyrirtæki og stofnanir eru SÍ með ákvæði um árlega fundi en í öðrum samningum getur verið um tíðari fundi að ræða.
    –        Yfirferð yfir ársreikninga.
    –        Sérstakri úttekt í lok samningstíma á framkvæmd samninga og hversu vel þjónustuveitendur hafa uppfyllt samningskröfur. Þessar úttektir eru í mörgum tilfellum árlegar þar sem samningar hafa iðulega verið gerðir til skamms tíma eftir 2008.
Neðanmálsgrein: 1
1     www.velferdarraduneyti.is/media/Rit_2013/Krofulysing_oldrunarthjonustu_jan2013.pdf