Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 391. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 717  —  391. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um niðurfellingu bóta almannatrygginga.


Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar hafa síðastliðin fimm ár orðið fyrir niðurfellingu bóta tímabundið á grundvelli 1. málsl. 5. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007? Óskað er svara um fjölda:
              a.      örorkulífeyrisþega,
              b.      ellilífeyrisþega.
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa síðastliðin fimm ár fengið undanþágu frá niðurfellingu bóta á grundvelli 3. málsl. 5. mgr. 48. gr. sömu laga? Óskað er svara um fjölda:
              a.      örorkulífeyrisþega,
              b.      ellilífeyrisþega.


Skriflegt svar óskast.