Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 419. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 758  —  419. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um fréttaflutning Ríkisútvarpsins
af málum tengdum Evrópusambandinu.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Telur ráðherra miðað við nýlega birta úttekt á fréttaflutningi af Evrópusambandsmálum að fleiri neikvæðar fréttir séu fluttar en jákvæðar?
     2.      Telur ráðherra að Ríkisútvarpið tali oftar við stjórnmálamenn sem eru andstæðir aðild en þá sem hafa jákvætt viðhorf til aðildar?
     3.      Telur ráðherra í ljósi niðurstöðu úttektarinnar æskilegt í þágu hlutleysis Ríkisútvarpsins að fleiri viðtöl væru birt við stjórnmálamenn sem hafa jákvæða afstöðu til Evrópusambandsaðildar?