Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 420. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 759  —  420. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um rekstrarform heilbrigðisþjónustu.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hvað felst í fyrirhugaðri endurskoðun á rekstrarformi ríkisstofnana, t.d. heilbrigðisstofnana, sem fjallað er um í fjárlagafrumvarpinu? Er sú vinna hafin og ef svo er, hverjir koma að þeirri endurskoðun?
     2.      Í hverju felast tillögur, sem koma fram í fjárlagafrumvarpinu, um að skipulag heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu verði endurskoðað og stjórnkerfi einfaldað? Er vinna við endurskoðunina hafin og ef svo er, hverjir koma að þeirri endurskoðun?
     3.      Er stefna ríkisstjórnarinnar í samræmi við þann vilja sem birtist í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar í apríl 2013 þegar 81,1% aðspurðra taldi að rekstur heilbrigðisþjónustu ætti fyrst og fremst að vera á vegum hins opinbera?



Skriflegt svar óskast.