Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 438. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 780  —  438. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um friðhelgi einkalífs í stafrænum heimi.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hefur ráðherra gripið til einhverra eftirfarandi aðgerða í kjölfar ályktunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að réttur til friðhelgi einkalífs í stafrænum heimi sé alþjóðlega skilgreind mannréttindi sem ríki heims þurfi að virða og tryggja, eða hefur hann það í hyggju:
     a.      gert sérstakar ráðstafanir til að tryggja friðhelgi einkalífs á netinu,
     b.      metið hvort íslensk löggjöf um friðhelgi einkalífs sé í samræmi við alþjóðlega mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að,
     c.      endurskoðað lög og reglur um leyfilega söfnun persónuupplýsinga, m.a. fjarskiptaupplýsinga,
     d.      metið hvort styrkja þurfi eftirlitsstofnanir á sviði fjarskipta og persónuverndar með tilliti til lögbundins hlutverks þeirra og skuldbindinga ríkisins samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum?


Skriflegt svar óskast.