Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 439. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 781  —  439. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um starfsemi Landhelgisgæslunnar og sjúkraflug.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra hafið vinnu við gerð langtímaáætlunar um starfsemi Landhelgisgæslunnar í samræmi við ábendingar Ríkisendurskoðunar? Ef svo er, hvenær er áætlað að þeirri vinnu ljúki og áætlunin verði kynnt?
     2.      Ætlar ráðherra að láta meta sérstaklega hvaða áhrif það hefði á þjónustu, nýtingu tækjabúnaðar og annan rekstur Landhelgisgæslunnar ef hún tæki við sjúkraflugi og kanna hvort sú breyting yki öryggi landsmanna?
     3.      Hyggst ráðherra láta athuga hvort hagkvæmara væri að sjúkraflug yrði í höndum einkaaðila eða á vegum Landhelgisgæslunnar, í samræmi við athugasemdir Ríkisendurskoðunar? Ef svo er, hvenær hefst sú athugun og hvenær er niðurstöðu að vænta?
     4.      Verði af slíkri athugun, verða þá hafðar í huga breytingar sem kunna að verða á starfsemi Landhelgisgæslunnar ef miðstöð leitar og björgunar í norðurslóðasamstarfi verður staðsett á Íslandi í framtíðinni?


Skriflegt svar óskast.