Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 363. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 856  —  363. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni
um rekjanleika í tölvukerfum ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Er rekjanleiki fyrir hendi í einhverjum þeirra tölvukerfa sem ráðuneytið notar og er haldin „log“-skrá hjá ráðuneytinu?
     2.      Hvernig er haldið utan um sögu aðgerða notenda í kerfunum, t.d. um það hvað notendur skrá, breyta eða skoða?


    Rekstur gagna- og upplýsingakerfa ráðuneytisins er í höndum Rekstrarfélags Stjórnarráðsins sem er starfseining innan Stjórnarráðs Íslands. Til þess rekstrar heyra margs konar tölvukerfi, svo sem málaskrárkerfi, skjalakerfi og ýmiss konar gagnagrunnar. Til staðar eru eftirlitskerfi og þar á meðal „log“-skár sem nýtast þegar skoða þarf rekjanleika upplýsinga sem eru í tölvukerfunum þar sem m.a. er hægt að skoða aðkomu einstaklinga að tilteknum skjölum og póstsendingum. Af öryggisástæðum er ekki unnt að tilgreina nánar með hvaða hætti þessi eftirlitskerfi starfa.