Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 500. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 861  —  500. mál.
Fylgiskjal.




Tillaga til þingsályktunar


um opinn aðgang að fjárhagsupplýsingum hins opinbera.


Flm.: Katrín Júlíusdóttir, Árni Páll Árnason, Birgitta Jónsdóttir,
Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson,
Oddný G. Harðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson.


    Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að halda áfram vinnu við að auka almennt aðgengi að fjárhagsmálefnum ríkisins. Í störfum sínum byggi ráðherra á tillögum í skýrslu starfshóps sem kom út í apríl 2013 og ber heitið „Opin gögn og birting fjárhagsupplýsinga ríkisins“.

Greinargerð.

    Í janúar 2013 skipuðu þáverandi forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til þess að koma með tillögur að því hvernig auka mætti aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins og aðgengi að opnum gögnum. Markmið vinnunnar var að tryggja gagnsæi og auka traust í samfélaginu. Starfshópurinn skilaði af sér í apríl 2013. Var þá strax tekið fyrsta skrefið og aðgengi veitt að árshluta- og mánaðaruppgjörum á gogn.island.is með svokölluðum hrágögnum sem þónokkrir aðilar hafa sótt og nýtt til að birtingar, svo sem DataMarket og hvertferskatturinn.is. Ástæða þess að ákvörðun var tekin um að birta hrágögn á vefjum ríkisins var sú að til að skapa traust á gögnunum væri betra að þriðji aðili hefði aðgengi að gögnunum óunnum en að ríkið matreiddi þau sjálft með grafískri framsetningu. Þá geta fjölmiðlar verið með upplýsingatæknisérfræðing á sínum snærum sem les úr svona gögnum beint án þess að ríkið sé þar milliliður í úrvinnslu gagnanna.
    Með þessari tillögu er lagt til að ráðherra verði falið að halda áfram þessari vinnu á grundvelli tillagna í skýrslunni um framhald málsins. Markmið vinnunnar skal vera að sem flest gögn verði opin almenningi til að efla megi traust á störfum ríkisins ásamt því að veita ríkinu nauðsynlegt aðhald. Krafan um aukið gagnsæi er réttmæt og því mikilvægt að svara henni með afgerandi hætti.


Fylgiskjal.

Forsætisráðuneytið,
fjármála- og efnahagsráðuneytið:




Opin gögn og birting fjárhagsupplýsinga ríkisins.
( www.fjarmalaraduneyti.is/media/utgafa/Opin_gogn_og_fjarh_rikis.pdf)
(Apríl 2013.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.