Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 529. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 892  —  529. mál.
Viðbót í 1. tölul.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um framkvæmd
á úrskurðum kjararáðs vegna laga nr. 87/2009.

Frá Vilhjálmi Bjarnasyni.


     1.      Hver var framkvæmd á úrskurðum kjararáðs dagsettum 23. febrúar 2010 vegna laga nr. 87/2009, um breytingu á lögum um kjararáð og fleiri lögum, varðandi laun og önnur starfskjör eftirtalinna forstjóra (sjá kjararáð 2010.4.001):
              a.      forstjóra Fjármálaeftirlitsins (kjararáð 2010.4.003),
              b.      bankastjóra Landsbankans (kjararáð 2010.4.008),
              c.      forstjóra Landsvirkjunar (kjararáð 2010.4.011),
              d.      seðlabankastjóra (kjararáð 2010.4.019),
              e.      forstjóra Landsvirkjunar Power ehf. (kjararáð 2010.4.028),
              f.      forstjóra Landsnets hf. (kjararáð 2010.4.029),
              g.      framkvæmdastjóra Orkubús Vestfjarða ohf. (kjararáð 2010.4.015),
              h.      forstjóra RARIK ohf. (kjararáð 2010.4.017)?
     2.      Fól úrskurður í sér lækkun á launum viðkomandi og þá hve mikla í krónum og prósentum talið?
     3.      Aflaði viðkomandi stjórn eða ráð lögfræðiálits um framkvæmd úrskurðarins og ef svo var, hver var niðurstaða álitsins?
     4.      Fór viðkomandi stjórn eða ráð eftir niðurstöðu álitsins? Ef ekki, hvaða ástæður lágu að baki þeirri afgreiðslu?
     5.      Kom úrskurður kjararáðs til framkvæmda strax gagnvart viðkomandi í framhaldi af efnislegri umfjöllun stjórnar eða ráðs um hvernig hann skyldi framkvæmdur eða var framkvæmd frestað, t.d. vegna uppsagnarfrests eða annarra sjónarmiða, og þá í hvað langan tíma?
     6.      Ef framkvæmd var ekki frestað, kom til leiðréttinga á framkvæmdinni síðar, t.d. vegna uppsagnarfrests eða annarra sjónarmiða?
     7.      Ef framkvæmd var frestað eða framkvæmd leiðrétt eftir á, hvað munar miklu á heildarlaunagreiðslum á frestunartímabili miðað við að úrskurðurinn hefði komið til framkvæmda strax?
     8.      Var viðkomandi bættur sá munur að hluta eða öllu leyti sem var á upphaflegum kjörum og þeim sem kjararáð ákvarðaði með úrskurði sínum, t.d. með eingreiðslu, hlunnindum, launuðum aukastörfum eða með öðrum hætti? Hver var sú fjárhæð eða hlunnindi?


Skriflegt svar óskast.