Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 391. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 910  —  391. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um niðurfellingu bóta almannatrygginga.


     1.      Hversu margir einstaklingar hafa síðastliðin fimm ár orðið fyrir niðurfellingu bóta tímabundið á grundvelli 1. málsl. 5. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007? Óskað er svara um fjölda:
              a.      örorkulífeyrisþega,
              b.      ellilífeyrisþega.

    Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins eru tölur fyrir árið 2009 ekki tiltækar vegna breytinga á upplýsingakerfum stofnunarinnar um mitt árið 2009. Í eftirfarandi töflu má sjá hversu margir einstaklingar hafa á árunum 2010–2013 orðið fyrir niðurfellingu bóta tímabundið á grundvelli 1. málsl. 5. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, skipt eftir fjölda örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrisþega hins vegar:

Bótaflokkur Ár Fjöldi
Ellilífeyrir 2010 90
Ellilífeyrir 2011 65
Ellilífeyrir 2012 83
Ellilífeyrir 2013 107
Örorkulífeyrir 2010 69
Örorkulífeyrir 2011 61
Örorkulífeyrir 2012 26
Örorkulífeyrir 2013 25

     2.      Hversu margir einstaklingar hafa síðastliðin fimm ár fengið undanþágu frá niðurfellingu bóta á grundvelli 3. málsl. 5. mgr. 48. gr. sömu laga? Óskað er svara um fjölda:
              a.      örorkulífeyrisþega,
              b.      ellilífeyrisþega.

    Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins er fjöldi þeirra sem síðastliðin fimm ár hafa fengið undanþágu frá niðurfellingu bóta á grundvelli 3. málsl. 5. mgr. 48. gr. laga um almannatryggingar sem hér segir, skipt eftir fjölda örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrisþega hins vegar:

Bótaflokkur Ár Fjöldi
Ellilífeyrir 2009 18
Ellilífeyrir 2010 22
Ellilífeyrir 2011 25
Ellilífeyrir 2012 35
Ellilífeyrir 2013 41
Örorkulífeyrir 2009 14
Örorkulífeyrir 2010 15
Örorkulífeyrir 2011 17
Örorkulífeyrir 2012 18
Örorkulífeyrir 2013 17