Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 454. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 925  —  454. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um kostnað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mikill var kostnaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu frá 1. júlí 2013 til 15. mars 2014?

    Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu nam 108.225.037 kr. á tímabilinu. Kostnaðurinn tekur til málaflokka sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra og skiptist með eftirfarandi hætti eftir þjónustutegundum:

Viðskipta- og hagfræðingar, löggiltir
    endurskoðendur og rekstrarráðgjafar
18.163.478 kr.
Lögfræðingar 53.814.061 kr.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar 59.270 kr.
Sálfræðingar, félagsfræðingar 136.011 kr.
Þýðendur, túlkar 3.697.388 kr.
Önnur sérfræðiþjónusta 32.354.829 kr.
Samtals 108.225.037 kr.

    Meðtalinn er kostnaður við sérfræðiþjónustu vegna úrskurða- og prófanefnda á vegum ráðuneytisins. Athygli er vakin á því að kostnaður vegna ársins 2014 gæti tekið breytingum þar sem bókhald ársins 2014 hefur ekki verið yfirfarið eða endurskoðað.