Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 408. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 959  —  408. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni um uppsagnir
starfsmanna velferðarráðuneytisins og starfslið ráðherra.


     1.      Hve mörgum starfsmönnum velferðarráðuneytisins hefur verið eða verður sagt upp störfum vegna sérstakrar 5% niðurskurðarkröfu sem lögð var á aðalskrifstofur ráðuneyta í fjárlögum? Svarið óskast sundurliðað eftir skrifstofum ráðuneytisins og starfsheitum og greint skal frá því í hve miklum mæli er um uppsagnir eða lækkun starfshlutfalls að ræða.
    Um er að ræða níu starfsmenn, sbr. eftirfarandi yfirlit:

    Uppsagnir:
          Sérfræðingur á skrifstofu gæða og forvarna, sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.
          Sérfræðingur á skrifstofu samhæfingar og þróunar, sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.

    Samningur um starfslok:
          Sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu, samkomulag um starfslok í lok árs 2014.

    Breytt starfshlutfall, mismunandi er hvenær á árinu 2014 það tekur gildi:
          Sérfræðingur á skrifstofu gæða og forvarna, samkomulag um að lækka starfshlutfall.
          Sérfræðingur á skrifstofu gæða og forvarna, samkomulag um að lækka starfshlutfall.
          Sérfræðingur á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu, samkomulag um að lækka starfshlutfall.
          Sérfræðingur á skrifstofu samhæfingar og þróunar, samkomulag um að lækka starfshlutfall.
          Sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu, samkomulag um að lækka starfshlutfall.
          Sérfræðingur á skrifstofu samhæfingar og þróunar, samkomulag um að lækka starfshlutfall tímabundið.

     2.      Hve marga aðstoðarmenn, ráðgjafa eða starfsmenn í sérverkefni í fullu starfi eða hlutastarfi eða sem verktaka hafa ráðherrar í velferðarráðuneytinu ráðið frá stjórnarskiptum?
    Frá stjórnarskiptum hafa ráðherrar í velferðarráðuneytinu ráðið ellefu aðila tímabundið til að vinna tiltekin verkefni. Níu af þessum aðilum fá greitt sem verktakar en tveir fá fasta þóknun á mánuði.
    Aðstoðarmenn ráðherra eru í ráðningarsambandi við forsætisráðuneytið og mun það ráðuneyti veita upplýsingar um fjölda þeirra í svari við fyrirspurn á þingskjali 734 í 403. máli.