Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 559. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 964  —  559. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tollfríðindi vegna kjötútflutnings.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða fríverslunarsamningar, eða ígildi þeirra, veita tollfríðindi gagnvart útflutningi á kjöti og hliðarafurðum þess, hvenær tóku þeir gildi, hvaða tollfríðindi veita þeir og fyrir hvaða afurðir? Óskað er tæmandi upplýsinga um alla slíka samninga sem eru í gildi.
     2.      Hvaða fríverslunarsamningum er ólokið þar sem stefnt er að svipuðum tollfríðindum?
     3.      Hve mikið hefur verið flutt út í krafti fyrrgreindra samninga síðastliðin fimm ár?
     4.      Svara samningarnir þörfum sem kunna að tengjast fyrirséðri aukinni fullvinnslu og hugsanlegum auknum útflutningi á ferskum afurðum?


Skriflegt svar óskast.