Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 459. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 966  —  459. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Gunnarsdóttur
um skuldir heimilanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu háar voru heildarskuldir íslenskra heimila 1. maí 2013 annars vegar og 1. mars 2014 hins vegar? Hve stór hluti skuldanna var vegna fasteignakaupa?

    Seðlabanki Íslands veitti ráðuneytinu tölur um skuldir heimilanna að nafnvirði sem birtar eru opinberlega ársfjórðungslega.
    Eftirfarandi tafla sýnir annars vegar heildarskuldir heimilanna og hins vegar skuldir með veði í íbúðarhúsnæði í samræmi við þær tölur sem ráðuneytinu bárust frá Seðlabankanum. Tekið skal fram að ekki eru allar veðskuldir vegna íbúðakaupa. Upplýsingar um það er einungis að finna í skattframtölum og þá einu sinni á ári.

31.12.2012 31.3.2013 30.6.2013 30.9.2013
Skuldir heimila í milljörðum kr. 1.904 1.900 1.905 1.910
– þar af með veði í íbúð 1.374 1.380 1.373 1.377
Hlutdeild veðskulda af heildarskuldum 72% 73% 72% 72%