Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 451. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 967  —  451. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um kostnað vegna ráðgjafarþjónustu.


     1.      Hve mikill var kostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu frá 1. júlí 2013 til 15. mars 2014?
    Kostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu á tímabilinu nemur 64.338.211 kr. Um er að ræða kostnað vegna sérfræðiþjónustu, svo sem lögfræðinga, viðskipta- og hagfræðinga, tryggingastærðfræðinga, þýðenda o.fl.

     2.      Hve mikið hefur sérstakt ráðgjafateymi ráðherra fengið greitt á tímabilinu?

    Ráðgjafarráð um efnahagsmál og opinber fjármál hefur ekki fengið greitt fyrir störf sín.