Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 435. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1000  —  435. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Guðbjarti Hannessyni
um aðlögun að Evrópusambandinu.


     1.      Hvaða breytingar sem orðið hafa á lögum á málefnasviði ráðuneytisins eða á stofnunum þess frá 2009 má rekja til aðlögunar að Evrópusambandinu?
    Ekki hafa verið gerðar breytingar á lögum sem rekja má til aðlögunar að Evrópusambandinu (ESB) frá árinu 2009. Í ráðuneytinu og tilteknum stofnunum þess fór fram umfangsmikil greiningarvinna á gerðum sem heyra undir umhverfislöggjöf ESB vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB í þeim tilgangi að bera saman og samræma löggjöf ESB við íslenska löggjöf á þessu sviði. Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hefur stærstur hluti umhverfislöggjafar ESB verið tekinn inn í samninginn og innleiddur á Íslandi. Nærri lætur að öll umhverfislöggjöf ESB, að undanskilinni löggjöf um náttúruvernd og löggjöf um hollustuháttamál, hafi verið tekin upp í EES-samninginn. Í einstaka tilvikum, mjög fáum, hefur Ísland fengið undanþágur frá þessum reglum.

     2.      Hvaða breytingar voru eingöngu vegna aðildarumsóknar og viðræðna við ESB?
    Engar breytingar voru gerðar á lögum á málefnasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna aðildarumsóknar og viðræðna við ESB.

     3.      Hvaða breytingar urðu á sama tíma fyrst og fremst vegna aðildar Íslands að EES?
    Hér á eftir er að finna lista yfir allar lagabreytingar sem gerðar hafa verið frá árinu 2009 á málefnasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna aðildar að EES-samningnum.
     Breytingar á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir:
    Lög nr. 144/2013 til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
     a.      Reglugerð (EB) nr. 66/2010 um umhverfismerki ESB.
     b.      Tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.
     c.      Tilskipun 2001/81/EB um landsbundin efri mörk losunar fyrir tiltekin loftmengunarefni.
     Breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs:
     a.      Lög nr. 93/2009 til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 1013/2006/EB um flutning úrgangs.
     b.      Lög nr. 58/2011 til innleiðingar á tilskipun 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipun 2004/35/EB og um niðurfellingu tilskipunar 91/ 157/EBE.
     Efnalög, nr. 61/2013, til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum og reglugerðum:
     a.      Reglugerð (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), stofnun Efnastofnunar Evrópu, breytingu á tilskipun 1999/45/ EB og um niðurfellingu á reglugerð (EBE) nr. 793/93 og reglugerð (EB) nr. 1488/94, sem og tilskipun 76/769/EBE og 91/155/EBE, 93/67/EBE, 93/105/EB og 2000/21/EB.
     b.      Reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006.
     c.      Reglugerð (EB) nr. 842/2006 um tilteknar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
     d.      Tilskipun 98/8/EB frá 16. febrúar 1998 um markaðssetningu sæfiefna.
     e.      Reglugerð r (EB) nr. 1005/2009 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.
     f.      Reglugerð (EB) nr. 1107/2009 varðandi markaðssetningu plöntuvarnarefna og niðurfellingu tilskipana ráðsins 79/117/EBE og 91/414/EBE.
     g.      Tilskipun 2009/128/EB um að koma á ramma fyrir aðgerðir Bandalagsins svo stuðla megi að sjálfbærri notkun varnarefna.
     h.      Tilskipun 2011/65/ESB um takmörkun á notkun tiltekinna hættulegra efna í raf- og rafeindatækjum.
     i.      Reglugerð (EB)nr. 1223/2009 um snyrtivörur.
     j.      Reglugerð (EB) nr. 648/2004 um þvotta- og hreinsiefni.
     Breytingar á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og lögum nr. 45/2008, um efni og efnablöndur (bæði lögin felld úr gildi með nýjum efnalögum nr. 61/2013):
     a.      Lög nr. 92/2009 til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 842/2006 um tilteknar flúoreraðar gróðurhúsalofttegundir. Jafnframt var höfð hliðsjón af reglugerð (EB) nr. 303/2008 sem er í samræmi við reglugerð (EB) nr. 842/2006, um lágmarkskröfur og aðstæður fyrir gagnkvæmri viðurkenningu á vottorðum fyrirtækja og starfsfólks sem þjónusta staðbundin kælikerfi, loftkælingar og varmadælur sem innihalda tilteknar flúoreraðar gróðurhúsalofttegundir.
     b.      Lög nr. 43/2011 til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006.
     Lög nr. 36/2011, um stjórn vatnamála, til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum:
     a.      Tilskipun 2000/60/EB um aðgerðaramma bandalagsins um stefnu í vatnamálum.
     b.      Tilskipun 2006/118/EB um verndun grunnvatns gegn mengun og spillingu.
     c.      Tilskipun 2008/105/EB um umhverfisgæðastaðla á sviði vatnastjórnunar, sem breytir og fellir úr gildi tilskipanir 82/176/EBE, 83/513/EBE, 84/156/EBE, 84/491/EBE, 86/280/ EBE og breytir tilskipun og ráðsins 2000/60/EB.
     d.      Tilskipun 2009/90/EB um tæknilegar skilgreiningar á efnagreiningum og vöktun á vatni, með tilvísun til tilskipunar ráðsins 2000/60/EB.
     Lög nr. 64/2011 til breytingar á lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda (felld úr gildi með lögum nr. 70/2012), til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum:
     a.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins og um breytingu á tilskipun ráðsins 96/61/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007.
     b.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/101/EB frá 19. nóvember 2008 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB þannig að kerfið fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins taki til flugstarfsemi.
     Lög nr. 70/2012, um loftslagsmál, til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum:
     a.      Tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins.
     b.      Tilskipun 2004/101/EB um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins að því er varðar verkefniskerfi Kyoto-bókunarinnar.
     c.      Tilskipun 2008/101/EB um breytingu á tilskipun 2003/87/EB þannig að kerfið fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins taki til flugstarfsemi.
     d.      Tilskipun 2009/29/EB um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að bæta og víkka út kerfi bandalagsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda
     e.      Reglugerð (ESB) nr. 1193/2011 um skráningarkerfi vegna viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.
     Lög nr. 83/2010 til breytingar á lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur, til innleiðingar á tilskipun 2001/18/EB um sleppingu erfðabreyttra lífvera út í umhverfið.
     Lög nr. 55/2012, um umhverfisábyrgð, til innleiðingar á tilskipun 2004/35/EB um umhverfisábyrgð í tengslum við varnir gegn umhverfistjóni og úrbætur vegna þess.
     Lög nr. 44/2011, um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, til innleiðingar á tilskipun 2007/2/EB um notkun og miðlun landupplýsinga.