Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 476. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1031  —  476. mál.




Svar


iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Guðbjarti Hannessyni
um aðlögun að Evrópusambandinu.


     1.      Hvaða breytingar sem orðið hafa á lögum á málefnasviði ráðherra eða á stofnunum sem heyra undir hann frá 2009 má rekja til aðlögunar að Evrópusambandinu?
    Ekki hafa verið gerðar breytingar á lögum eða á stofnunum sem falla undir málefnasvið iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem rekja má beint til aðlögunar að Evrópusambandinu. Hins vegar hefur frá 2009 mikill tími af hálfu ráðuneytisins og undirstofnana þess farið í að bera saman íslenska löggjöf við löggjöf Evrópusambandsins og greina hvort Ísland hafi innleitt löggjöf Evrópusambandsins á fullnægjandi hátt í gegnum EES-samninginn og hvaða breytingar þyrfti að gera hér á landi ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Var farið yfir þau atriði á ítarlegum rýnifundum í Brussel árið 2011. Samhliða þessari vinnu var unnið að undirbúningi samningsmarkmiða Íslands í samvinnu við utanríkisráðuneytið.
    Sjá einnig svör við 2. og 3. tölul.

     2.      Hvaða breytingar voru eingöngu vegna aðildarumsóknar og viðræðna við ESB?
    Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum eða stofnunum á málefnasviði iðnaðar- og viðskiptaráðherra eingöngu vegna aðildarumsóknar og viðræðna við ESB.

     3.      Hvaða breytingar urðu á sama tíma fyrst og fremst vegna aðildar Íslands að EES?
    Frá árinu 2009 hafa eftirfarandi lagabreytingar átt sér stað á málefnasviði iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem rekja má til aðildar Íslands að EES:
          Með lögum nr. 80/2010, um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl., var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/8/EB frá 11. febrúar 2004 um að auka samvinnslu raf- og varmaorku sem byggist á eftirspurn eftir notvarma á innri orkumarkaðinum og um breytingu á tilskipun 92/42/EBE.
          Með lögum nr. 81/2012, um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl., var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu tilskipana 2001/77/EB og 2003/30/EB.
          Með lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku, var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB um ramma til að setja fram kröfur um visthönnun vöru að því er varðar vörur sem nota orku og um breytingu á tilskipun ráðsins 92/42/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 96/57/EB og 2000/55/EB.
          Með lögum nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi, var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu tilskipana 2001/77/EB og 2003/30/EB.
          Með lögum nr. 19/2011, um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, voru innleiddir tilteknir þættir úr 2. raforkutilskipun ESB nr. 2003/54/EB (möguleiki á beinum tengingum o.fl.).
          Með lögum nr. 105/2011, um breytingu á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, var brugðist við athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) við ákveðna þætti í kolvetnislögum og lögin samræmd 31. og 36. gr. EES-samningsins um staðfesturétt og frelsi til að veita þjónustu.
          Með lögum nr. 136/2013, um Orkuveitu Reykjavíkur, voru m.a. innleidd tiltekin ákvæði 2. raforkutilskipunar ESB nr. 2003/54/EB um aðskilnað vinnslu- og dreifingar í orkufyrirtækjum.
          Með lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, var innleidd reglugerð 800/2008 þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast sameiginlega markaðnum til beitingar 87. og 88. gr. sáttmálans.
          Með lögum nr. 7/2012, um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, voru innleidd tiltekin ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
          Með lögum nr. 117/2009, um breytingu á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, voru innleidd ákvæði 1. mgr. 7. gr. fyrstu tilskipunar ráðsins 89/104/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki, sbr. nú tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/ 95/EB um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki.
          Með lögum nr. 76/2011, um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB um þjónustu á innri markaðnum.
          Með lögum nr. 81/2009, um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun reglna við samruna og skiptingu), voru innleidd ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/63/EB um breytingu á tilskipunum ráðsins 78/855/EBE og 82/891/EBE að því er varðar kröfu um skýrslu óháðs sérfræðings í tengslum við samruna eða skiptingu hlutafélaga.
          Með lögum nr. 86/2009, um aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri, voru innleidd ákvæði 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/56/EB um samruna hlutafélaga yfir landamæri.
          Með lögum nr. 126/2009, um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (réttindi hluthafa), var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/ 36/EB um nýtingu tiltekinna réttinda hluthafa í skráðum félögum.
          Með lögum nr. 68/2010, um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (minnihlutavernd o.fl.), voru innleidd tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2009/385/EB um breytingu á tilmælum 2004/913/EB og 2005/ 162/EB að því er varðar starfskjör stjórnenda í félögum sem hafa fjármálagerninga sína tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkað.
          Með lögum nr. 8/2012, um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun samruna- og skiptingarreglna o.fl.) er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/109/EB um breytingu á tilskipunum ráðsins 77/91/EBE, 78/855/EBE og 82/891/EBE og tilskipun 2005/56/EB að því er varðar kröfur um skýrslugjöf og upplýsingar við samruna og skiptingu.
          Með lögum nr. 77/2011, um breytingu á ýmsum lögum vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, m.a. lögum um endurskoðendur og lögum um bókhald, var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB um þjónustu á innri markaðnum.
          Með lögum nr. 49/2013, um breytingu á lögum um endurskoðendur, voru innleidd ákvæði ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2010/485/ESB um hæfi lögbærra yfirvalda í Ástralíu og Bandaríkjunum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/43/ EB og ákvæði ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2011/30/ESB um jafngildi opinberra eftirlits-, gæðatryggingar-, rannsóknar- og viðurlagakerfa fyrir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki í tilteknum þriðju löndum og umbreytingartímabil vegna endurskoðunarstarfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja í Evrópusambandinu sem eru frá tilteknum þriðju löndum.
          Með lögum nr. 118/2011, um breyting á lögum um ársreikninga (góðir stjórnarhættir o.fl.) var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/46/EB um góða stjórnunarhætti skráðra félaga á skipulegum verðbréfamarkaði og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1569/2007/EB um eftirlit ársreikningaskrár með félögum utan EES- ríkjanna sem skrá verðbréf sín á skipulegum verðbréfamarkaði hér á landi.
          Með lögum nr. 14/2013, um breytingu á lögum um ársreikninga, var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/49/EB, um breytingu á tilskipun nr. 78/660/ EBE og 83/349/EBE að því er varðar tiltekna upplýsingaskyldu fyrir meðalstór fyrirtæki og þá skyldu að semja samstæðureikningsskil.