Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 586. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1058  —  586. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um þriðja mál í framhaldsskólum.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hve mörgum einingum í þriðja erlenda máli þarf nemandi í framhaldsskóla að ljúka að lágmarki fyrir stúdentspróf?
     2.      Hver eru rökin fyrir því að leggja þurfi stund á þriðja mál til að öðlast stúdentspróf?
     3.      Hefur komið til umræðu að nemendur megi taka tvöfalt fleiri einingar í Norðurlandamáli (t.d. í dönsku) heldur en námskrá segir til um í stað þess að taka þriðja mál til stúdentsprófs?
     4.      Má nemandi í framhaldsskóla taka tvö Norðurlandamál (t.d. dönsku og norsku) til stúdentsprófs og fá annað þeirra metið sem þriðja mál?
     5.      Hver eru rökin fyrir því að nemendur, sem stunda iðnnám á framhaldsskólastigi, sleppi þriðja máli eða ljúki færri einingum í því heldur en nemendur á bóknámsbraut?


Skriflegt svar óskast.