Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 587. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1059  —  587. mál.
Fyrirspurntil forsætisráðherra um upplýsingagjöf og reglugerð samkvæmt upplýsingalögum.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra gefa Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga og hvað hafi áunnist varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum sem hann skal gera reglulega skv. 3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga?
     2.      Hvenær er von á reglugerð ráðherra skv. 4. mgr. 13. gr. laganna, m.a. um hvernig birtingu upplýsinga til almennings um starfsemi stjórnvalda skuli hagað og hvernig unnið skuli að því að gera málaskrár, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf aðgengileg á vef?


Skriflegt svar óskast.