Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 594. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1115  —  594. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um lánamál ríkissjóðs og vaxtagjöld.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.

    
     1.      Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á stefnu í lánamálum ríkissjóðs á næstu árum?
     2.      Hvaða þættir liggja til grundvallar skiptingu milli erlendrar og innlendrar lánsfjármögnunar?
     3.      Hver eru áætluð heildarvaxtagjöld af lánum ríkisins árin 2014–2017?
    Óskað er eftir sundurliðun á vaxtagjöldum ríkissjóðs fyrir árin 2010–2013, byggðri á ríkisreikningi og bráðabirgðauppgjöri 2013, þar sem fram komi sundurliðun eftir langtíma- og skammtímafjármögnun auk erlendrar og innlendrar fjármögnunar.


Skriflegt svar óskast.