Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 561. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1182  —  561. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, með síðari breytingum (skip- og vélstjórnarréttindi).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið. Við vinnslu frumvarpsins í nefndinni fékk nefndin á sinn fund Þóri Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Elnu Katrínu Jónsdóttur frá Kennarasambandi Íslands.
    Með þeirri breytingu sem frumvarpið felur í sér verður unnt að veita kennsluréttindi til þeirra sem lokið hafa námi til fullra réttinda í skipstjórn og vélstjórn auk 60 eininga náms í uppeldis- og kennslufræði fyrir framhaldsskóla.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Páll Valur Björnsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. maí 2014.

Unnur Brá Konráðsdóttir,
form., frsm.
Líneik Anna Sævarsdóttir. Elsa Lára Arnardóttir.
Guðbjartur Hannesson. Jóhanna María Sigmundsdóttir. Svandís Svavarsdóttir.
Helgi Hrafn Gunnarsson. Vilhjálmur Árnason.