Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 611. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1184  —  611. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um haldlagningu netþjóna.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hve oft hefur verið lagt hald á netþjóna, þ.m.t. sýndarvélar, hér á landi eða þeir gerðir upptækir? Svar óskast sundurliðað eftir þeim sem framkvæmdu haldlagningu eða upptöku og þeim sem óskuðu eftir henni.
     2.      Hve oft hafa gögn af slíkum netþjónum verið afrituð, í þágu opinberrar rannsóknar, án vitundar og vilja eigenda? Svar óskast sundurliðað eftir þeim sem óskuðu eftir eða framkvæmdu afritun gagna.
     3.      Hafa íslensk yfirvöld fengið beiðni um haldlagningu eða upptöku netþjóna eða afritun gagna af netþjónum frá erlendum aðilum? Ef svo er, frá hvaða aðilum og í hve mörgum tilvikum hefur verið orðið við slíkum beiðnum?


Skriflegt svar óskast.