Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 569. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1198  —  569. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur
um ferðaþjónustu og tekjur ríkissjóðs.


     1.      Hver hefur innskattur og útskattur hótela og gistiheimila, sem og endurgreiðslur til þeirra vegna mismunar, verið árlega síðustu tíu ár á verðlagi ársins 2013 og hvernig er skiptingin milli reksturs og stofnkostnaðar? Hverjar væru fjárhæðirnar miðað við virðisaukaskatt í almennu þrepi (25,5%)?
    Eftirfarandi upplýsingar um álagningu virðisaukaskatts koma úr virðisaukaskattsskýrslum hótela og gistiheimila 1 á Íslandi árin 2004–2013. Tölurnar eru uppreiknaðar með tilliti til verðlags ársins 2013 og eru í milljónum króna.

Ár Útskattur Innskattur Álagning
2004 3.146 2.277 869
2005 3.374 2.522 852
2006 3.682 2.553 1.129
2007 2.331 2.752 -422
2008 2.099 2.635 -536
2009 1.828 2.072 -244
2010 1.817 2.269 -452
2011 2.097 2.626 -529
2012 2.318 2.805 -487
2013 2.595 3.058 -463

    Á virðisaukaskattsskýrslum er ekki tilgreind skipting kostnaðar í rekstur og stofnkostnað.
    Skipting innskatts eftir skattþrepum liggur ekki fyrir í gögnum ríkisskattstjóra. Eftirfarandi tafla sýnir útskattinn miðað við að öll velta sé í almennu þrepi 2 .
Ár Útskattur Útskattur ef almennt þrep
2004 3.146 4.233
2005 3.374 4.535
2006 3.682 4.955
2007 2.331 5.696
2008 2.099 5.609
2009 1.828 4.945
2010 1.817 5.157
2011 2.097 5.918
2012 2.318 6.625
2013 2.595 7.509

     2.      Hverjar hafa verið árlegar tekjur ríkissjóðs af gistináttagjaldi á verðlagi ársins 2013?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegar tekjur ríkissjóðs af gistináttagjaldi á verðlagi ársins 2013 í milljónum króna.
2012           2013 2014 (jan.–apr.)
147,4 225,4 54,2

     3.      Hverjar eru áætlaðar árlegar tekjur ríkissjóðs af svokölluðum náttúrupassa næstu fjögur árin?
    Þetta mál er á forræði atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Til stóð að leggja fram frumvarp þessa efnis á vorþingi, en þau áform hafa frestast. Þar af leiðandi liggja ekki fyrir upplýsingar um áætlaðar tekjur ríkissjóðs af svokölluðum náttúrupassa næstu fjögur árin.
Neðanmálsgrein: 1
1     Aðilar sem skráðir eru í atvinnugrein 55.11.* fyrir árin 2004–2007 og 55.10.* fyrir árin 2008–2013.
Neðanmálsgrein: 2
2     24,5% árin 2004–2009 og 25,5% árin 2010–2013.