Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 377. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1230  —  377. mál.

3. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012.


Frá minni hluta fjárlaganefndar.


    Í nefndaráliti minni hlutans fyrir 2. umræðu kom fram að minni hlutinn teldi ekki ásættanlegt að Alþingi samþykkti lokafjárlög fyrr en fjárlaganefnd hefði farið yfir frumvarpið með tilhlýðilegum hætti. Óskaði minni hlutinn eftir fundi með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að fara yfir ýmsa fjárlagaliði. Á fundi fjárlaganefndar 5. maí var þeirri ósk hafnað. Af þeim sökum gat minni hlutinn ekki fallist á að málið yrði afgreitt frá Alþingi og því var óskað eftir fundi milli 2. og 3. umræðu. Sá fundur var haldinn fyrr í dag og heimilaði formaður að hann stæði í hálftíma í ljósi þess að þingfundur stæði yfir. Sá tími var algjörlega ónógur til að fara yfir frumvarp sem þetta. Mörg tækifæri hafa verið til að halda fundinn en loks var á það fallist í dag eftir kröfu minni hluta úr ræðustóli Alþingis. Það er afar óheppilegt að halda fund um jafn flókið mál og hér um ræðir á síðasta degi fyrir þingfrestun. Minni hlutinn treystir sér því ekki til að samþykkja frumvarpið.

Alþingi, 16. maí 2014.

Bjarkey Gunnarsdóttir,
frsm.
Oddný G. Harðardóttir. Brynhildur Pétursdóttir.