Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 530. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1231  —  530. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Bjarnasyni um framkvæmd á úrskurðum
kjararáðs vegna laga nr. 87/2009.


    Kallað var eftir upplýsingum og svörum frá þeim stofnunum er fyrirspurn beinist að, annars vegar Íslandspósti og hins vegar Isavia sem svaraði fyrirspurninni er laut að forstjóra Keflavíkurflugvallar og Isavia. Eftirfarandi svör eru því svör eins og þau bárust frá þessum stofnunum.

     1.      Hver var framkvæmd á úrskurðum kjararáðs dagsettum 23. febrúar 2010 vegna laga nr. 87/2009, um breytingu á lögum um kjararáð og fleiri lögum, varðandi laun og önnur starfskjör eftirtalinna forstjóra (sjá kjararáð 2010.4.001):
                  a.      forstjóra Íslandspósts hf. (kjararáð 2010.4.006),
                  b.      forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf. (kjararáð 2010.4.007),
                  c.      forstjóra Isavia (kjararáð 2010.4.040)?

    a. Úrskurðurinn kom til framkvæmda gagnvart forstjóra Íslandspóst 1. mars 2011. Stjórn Íslandspósts aflaði lögfræðiálits þar sem talið var að 12 mánaða uppsagnarfrestur gilti gagnvart forstjóra.
    b. og c. Starf forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf. var lagt niður við samruna Keflavíkurflugvallar og Flugstoða í Isavia ohf. 1. maí 2010. Forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf. tók við starfi forstjóra Isavia ohf. Framkvæmd úrskurðarins gagnvart forstjóra tók gildi 1. júní 2013 í samræmi við uppsagnarákvæði ráðningarsamnings.

     2.      Fól úrskurður í sér lækkun á launum viðkomandi og þá hve mikla í krónum og prósentum talið?
    a. Já, laun forstjóra Íslandspósts lækkuðu um 460.494 kr. á mánuði eða 35,1%.
    b. og c. Laun lækkuðu um 234.843 kr. eða 17,39%.

     3.      Aflaði viðkomandi stjórn eða ráð lögfræðiálits um framkvæmd úrskurðarins og ef svo var, hver var niðurstaða álitsins?
    a. Já, stjórn Íslandspósts ákvað á fundi 8. apríl 2010 fara að áliti lögmannsstofunnar og líta svo á að úrskurður kjararáðs tæki gildi frá 1. mars 2011 að loknum 12 mánaða uppsagnarfresti.
    b. og c. Ekki var leitað álits.

     4.      Fór viðkomandi stjórn eða ráð eftir niðurstöðu álitsins? Ef ekki, hvaða ástæður lágu að baki þeirri afgreiðslu?
    a. Já, sjá svar við 3. lið.
    b. og c. Ekki leitað álits og því reyndi ekki á að taka afstöðu til þess.

     5.      Kom úrskurður kjararáðs til framkvæmda strax gagnvart viðkomandi í framhaldi af efnislegri umfjöllun stjórnar eða ráðs um hvernig hann skyldi framkvæmdur eða var framkvæmd frestað, t.d. vegna uppsagnarfrests eða annarra sjónarmiða, og þá í hvað langan tíma?
    a. Sem fyrr segir kom úrskurður kjararáðs til framkvæmda eftir að 12 mánaða uppsagnarfresti á launakjörum í ráðningasamningi forstjóra félagsins lauk, sbr. svar við 3. lið.
    b. og c. Framkvæmd frestað um þrjá mánuði (samtals KEF og Isavia), sbr. svar við 1. lið.

     6.      Ef framkvæmd var ekki frestað, kom til leiðréttinga á framkvæmdinni síðar, t.d. vegna uppsagnarfrests eða annarra sjónarmiða?
    a. Á ekki við.
    b. og c. Nei sbr. svar við 1. og 5. lið.

     7.      Ef framkvæmd var frestað eða framkvæmd leiðrétt eftir á, hvað munar miklu á heildarlaunagreiðslum á frestunartímabili miðað við að úrskurðurinn hefði komið til framkvæmda strax?
    a. Á 12 mánaða tímabili munar þetta 5.525.928 kr. án launatengdra gjalda.
    b. og c. 675.825 kr. frestun vegna uppsagnarálkvæða.

     8.      Var viðkomandi bættur sá munur að hluta eða öllu leyti sem var á upphaflegum kjörum og þeim sem kjararáð ákvarðaði með úrskurði sínum, t.d. með eingreiðslu, hlunnindum, launuðum aukastörfum eða með öðrum hætti? Hver var sú fjárhæð eða hlunnindi?
    a. Nei.
    b. og c. Nei.