Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1275, 143. löggjafarþing 585. mál: stimpilgjald (matsverð og lagaskil).
Lög nr. 75 28. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013 (matsverð og lagaskil).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Við 2. mgr. bætist: enda endurspegli matsverðið byggingarstig eignar við afhendingu.
  2. Við 1. málsl. 10. mgr. bætist: og hvort matsverð endurspegli byggingarstig eignar við afhendingu.


2. gr.

     Við 3. málsl. 15. gr. laganna bætist: enda leiði það ekki til þess að skjöl sem voru undanþegin gjaldskyldu fyrir gildistöku laga þessara verði gjaldskyld eða að greiða þurfi hærra gjald vegna gjaldskyldra skjala sem sannanlega voru gefin út fyrir gildistöku laga þessara.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.