Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1278, 143. löggjafarþing 561. mál: menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla (skip- og vélstjórnarréttindi).
Lög nr. 71 28. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, með síðari breytingum (skip- og vélstjórnarréttindi).


1. gr.

     3. tölul. 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: meistararéttindum í iðngrein eða öðru fagnámi sem ráðherra viðurkennir og nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi í skilgreindri námsgrein eða á skilgreindu námssviði, auk 60 eininga náms í kennslu- og uppeldisfræði; eða.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.