Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 574. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1299  —  574. mál.
Svar


iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller um gistirými.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
          1.      Hversu mörg hótel og gistiheimili eru á landinu og hver er fjöldi gistirýma þeirra?
          2.      Hversu mörg hótel og gistiheimili eru í byggingu eða áformuð? Hvað bætast mörg ný hótelherbergi eða gistirými við með tilkomu þeirra?
    Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og kjördæmum.


Fjöldi hótela og gistirýma á árinu 2013.*

Júlí Desember
Hótel 96 86
Gistirými (rúm) 11.758 10.593
Gistiheimili 127 95
Gistirými (rúm) 5.451 3.946
*    Framboð hótela og gistirýma er breytilegt eftir árstíma og því eru hér sett upp tvö tímabil.
    Heimild: Hagstofa Íslands .

    Ráðuneytið hefur ekki nákvæmar upplýsingar um hversu mörg hótel og gistiheimili eru í byggingu. Leitað var eftir upplýsingum hjá Þjóðskrá, Hagstofu Íslands, Mannvirkjastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Engar upplýsingar liggja fyrir hjá þessum stofnunum um fjölda áformaðra bygginga hótela og gistiheimila.
    Á síðustu mánuðum hafa fjölmiðlar fjallað um sex fyrirhugaðar hótelbyggingar (nýbyggingar eða viðbætur) í Reykjavík og fimm hótel á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa tekið saman er áformað að rúmlega 1.100 ný hótelherbergi komi í notkun í Reykjavík árin 2015–2016 en utan Reykjavíkur sé um að ræða tæplega 400 ný herbergi sem áformað er að taka í notkun frá 2014 eða eftir þann tíma. Þessar upplýsingar geta gefið einhverja vísbendingu um hversu mörg hótel eru í byggingu eða áformuð en það ber að taka með öllum fyrirvörum enda er eins og áður segir ekki haldið utan um umbeðnar upplýsingar með formlegum hætti.