Ferill 48. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 48  —  48. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um TiSA-viðræðurnar.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvernig kom það til að Ísland hóf þátttöku í viðræðum um TiSA-samninginn?
     2.      Hve marga fundi um TiSA-samninginn hafa fulltrúar frá Íslandi setið og hverjir hafa setið þá og tekið ákvarðanir fyrir Íslands hönd?
     3.      Hvernig er upplýsingum um gang mála miðlað til ráðherra og stendur til að upplýsa Alþingi um gang mála áður en samningurinn verður bindandi?
     4.      Hver mun undirrita samninginn fyrir Íslands hönd?
     5.      Er möguleiki fyrir utanríkismálanefnd að koma með bókanir eða breytingartillögur áður en samningurinn verður undirritaður?
     6.      Er ráðherra meðvitaður um að ekki má aflétta trúnaði af skjölum sem liggja til grundvallar samningnum í fimm ár eftir að samkomulagið tekur gildi og hvernig hyggst ráðherra gera þinginu grein fyrir samningnum ef slíkar takmarkanir eru í gildi?


Skriflegt svar óskast.