Ferill 114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 116  —  114. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um sendingu sönnunargagna með tölvupósti.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Eru í gildi reglur eða formlegt verklag hjá stofnunum sem fara með rannsóknarvald um að sending sönnunargagna með tölvupósti frá utanaðkomandi aðilum, í kjölfar framvísunar á dómsúrskurði, skuli fara fram með dulkóðuðum hætti, og eins þegar kemur að sendingu á dómsúrskurði með tölvupósti þar sem krafist er afhendingar á sönnunargögnum? Ef svo er, hverjar eru þær reglur eða verklag og hvernig er farið með frávik? Ef svo er ekki, hvers vegna er ekki um slíkar reglur eða slíkt verklag að ræða? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum.
     2.      Hefur Persónuvernd farið yfir reglur eða verklag hvað varðar sendingu sönnunargagna með tölvupósti til og frá stofnunum sem fara með rannsóknarvald? Ef svo er, hver var niðurstaða þeirrar yfirferðar?
     3.      Hversu oft hafa sönnunargögn verið send með tölvupósti til handhafa rannsóknarvalds í janúar, febrúar og mars 2014 til fullnustu dómsúrskurðar? Svör óskast sundurliðuð eftir mánuði, stofnun og því hvort sönnunargögnin voru dulkóðuð eða ódulkóðuð meðan á sendingu stóð.
     4.      Hvernig er framangreindum atriðum háttað hvað varðar samskipti handhafa rannsóknarvalds sín á milli annars vegar og milli þeirra og annarra stjórnvalda hins vegar?


Skriflegt svar óskast.