Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 119  —  117. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um mælingu á gagnamagni í internetþjónustu.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvernig eru mælingar á gagnamagni í fjarskiptaþjónustu og hraða á nettengingum gerðar? Hvaða mælitæki eru notuð og eru þau viðurkennd og vottuð?
     2.      Telur ráðherra að mælingar á gagnamagni og hraða eigi að falla undir lög nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, og hefur það komið til skoðunar í ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.