Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 130  —  128. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur til upplýsingatæknifyrirtækja.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hve mikið hefur hið opinbera, sbr. 12. tölul. 2. gr. laga um opinber innkaup, greitt vegna viðskipta við upplýsingatæknifyrirtæki á árunum 2007–2013? Sundurliðun óskast eftir ári, kaupanda og útboðsaðila.
     2.      Hvaða tilteknu viðskipti við upplýsingatæknifyrirtæki fóru ekki í gegnum útboðsferli á árunum 2007–2013 en hafa nú þegar leitt til heildargreiðslna sem nema meira en gildandi viðmiðunarfjárhæðum þess tíma þegar hver samningur var undirritaður? Hver var ástæða þess að ekki var farið í útboð í þeim tilfellum?


Skriflegt svar óskast.